3293 Jenný hefur nokkrum sinnum nefnt að það væri gaman að eiga litla myndavél sem væri fljótlegt og auðvelt að grípa í. En myndavélin mín er ekki sú handhægasta. Þar sem Jenný var í QII prófum og þurfti verðlaun fyrir og amazon.com var með útsölu á rafmagnstækjum greip ég tækifærið í síðustu viku og pantaði litla og netta vél. Þar sem ég hef verið mjög hrifinn af Panasonic vélinni minni með Leica-linsunni, ákvað ég að kaupa aftur Panasonic, nema í þetta sinn mun minni græju sem passar vel í vasa eða veski og er litlu stærri en gsm sími. Myndavélin er með Leica-linsu eins og fyrri vélin og virðist ætla að standa undir væntingum, en hún kom í hús í dag. Jenný prófaði vélina með því að mynda mig og Tómas.