Árlega eru valin listaverk nokkurra nemenda í Bexleybæ til sýningar í Bexley High School á Bexley City School’s All District Art Show. Sýningin er opin almenningi frá 22. október til 20. nóvember. Í gær kom bréf í pósti frá Bexley City School District til The Halldorsdottir Family. Þar stendur m.a.:
This exhibit is a celebration of children and their art! It is truly an honor that your child has been selected as one of those outstanding student artists representing their school in this event.
Þá kemur fram í bréfinu að verkið Blómagarður (e. A Flower Garden) eftir Önnu Laufeyju hafi verið valið og okkur boðið að vera við opnun sýningarinnar miðvikudaginn 24. október. Ég hef reyndar lengi vitað að Anna hefði meiri listhæfileika en ég, enda hefur hún hlotið viðurkenningu fyrir listsköpun á Íslandi, en það er samt alltaf gaman að fá svona bréf frá skólanum.
Til hamingju með það. Fáum við að sjá mynd af snilldinni.
Anna mín á nú ekki langt að sækja listrænu hæfilekana, þótt ekki séu þeir nú beint frá mér! Hlakka til að sjá myndina. Til hamingju nafna mín.
Anna amma