Þegar við Tómas Ingi vorum á leiðinni í skólann í gærmorgun og Tómas var búinn að hlusta á „Bambalela“-lagið (hress sálmur frá Suður-Afríku sem er óaðskiljanlegur hluti af morgun rútínunni) þá stillti ég útvarpið í bílnum á npr útvarpstöðina hér í Columbus. Þulurinn var í miðri sögu og sagði eitthvað um jökul og heita hveri. Þá vaknaði auðvitað áhuginn hjá mér og viti menn þetta var innslag frá Íslandi. Mikið var nú notalegt að fá sögu að heiman og heyra ensku talaða með almennilegum íslenskum hreim. Það mátti meira að segja heyra íslensku í bakgrunninum. Innslagið er um fólk sem á hverju ári mælir hreyfingar Hofsjökuls og má lesa og heira á vefsíðu npr.