Tvö á Íslandi, tvö í BNA

Við Tómas Ingi komum til Íslands á fimmtudagsmorgun. Ferðin gekk vel, Tómas Ingi var rosalega duglegur og góður alla leiðina. Hann lék sér með bílana sína á Baltimore-flugvelli og svaf svo alla leiðina í flugvélinni til Íslands. Hann var í bílstólnum sínum í flugvélasætinu sem mér fannst mikill munur. Ókosturinn var þó að bílstóllinn er þungur og það var erfitt að dröslast með hann á flugvöllunum. Við lentum svo í hávaðaroki í Keflavík en lendingin gekk bara vel. Við vorum heppin að vera ekki degi seinna á ferðinni því þá var ekkert flogið vegna óveðurs.

Ég var byrjuð að veikjast þegar við lögðum í hann en síðan ég kom hef ég bara legið í flensu, hálsbógu og höfðuverk og vanlíðan. Ég svaf mest allan föstudaginn og gat svo ekki sofnað í gær. En nú er ég komin á bata veginn og finnst ég loks vera komin til landsins. Ég kíki kannski bara eitthvað út úr húsi í dag!

Það er allt gott að frétta að Önnu Laufeyju og Ella. Þau fóru í bíó og út að borða og njóta þess að vera bara tvö saman. Ég hlakka auvðitað mikið til að fá þau næsta föstudagsmorgunn.