Þessa dagana keppast fjölskyldumeðlimir um að skora sem hæst á Braun ThermoScan-mælinum okkar. Tómas náði þannig 39,4 á mánudaginn með þeim afleiðingum að hann lá í móki í sófanum í stofunni meira eða minna allan daginn, hann hefur rokkað nokkuð síðan en að mestu verið í 38 eitthvað. Anna var fremur slöpp í gær, en fór í skólann, en í dag hefur hún náð að slá metið hans Tómasar síðan á mánudaginn og náði 39,6 rétt í þessu, þrátt fyrir að hafa fengið tvær Tylenol (160mg) fyrir 20 mínútum. Ég og Jenný höfum ekki náð upp í 39 skalann enn, höfum haldið okkur á milli 37,7 og 38,5.
Það verður væntanlega ekki mikið um leikskóla hjá Tómasi í þessari viku, og ólíklegt að Anna fari í skólann heldur. Ég og Jenný reynum á hinn bóginn að komast í skólann þegar tækifæri gefst, þó Jenný hafi misst meira úr í þessari viku enn ég.
Hér eru einmitt allir nýbúnir í ælukeppni og ég vann Benna og Þóri.
Batakveðjur frá Haðarstíg
Guðrún Laufey og Benedikt stríðnispúki