Góð heimsókn


Síðustu daga höfum við haft góða gesti í heimsókn, þau Anton Orra, Ísabellu, Drífu og Heiðar. Við fórum í Chuck E. Cheese’s í afmæli Antons, prófuðum vatnaskemmtigarð, Jenný og Tómas tóku þau í dýragarðinn, við skoðuðum Franklin Park Conservatory, fórum fínt út að borða, ég og Heiðar skoðuðum flugvélasafn bandaríska hersins og við fórum í páskaeggjaleit á vegum Bexleybæjar svo fátt eitt sé talið.