Við Elli áttum stefnumóta-kvöld á laugardaginn (börnin voru í pössun hjá Steina og Kristínu) og mér tókst að draga Ella með mér á Sex and the City. Ég átti nú inni að fara á stelpu mynd því síðast fórum við á Indiana Jones. Þessi bíó ferð var ólík öðrum að því leyti að allar konur í salnum voru í sínu fínasta pússi og með flottustu handtöskurnar sínar og boðið var uppá Cosmopolitan kokteil til að sötra með myndinni. Miðríkja-búar eru annars ekki vanir að klæða sig upp fyrir neitt, ég kem yfirleitt „over-dressed“ í partý en þarna lenti ég í að vera „under-dressed“. Ég skemmti mér konunglega á sýningunni, enda var myndin mjög í stíl við þættina. Það fer færri orðum af því hvernig Ella fannst :-). Þetta var líka fín upphitun fyrir New York ferð í næstu viku!
One thought on “Sex and the City”
Lokað er á athugasemdir.
Ég mætti einmitt í háum hælum og nokkuð smart á frumsýninguna hér heima, lítið um kokteila í hléinu þó en vorum búnar að hita vel upp fyrir myndina.
Guðrún Manolo Laufey