Viðurkenningar

Í dag var „Awards Ceremony“ í skólanum hennar Önnu Laufeyjar, þar sem nemendur fá viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á margvíslegum sviðum á liðnu skólaári. Anna Laufey var einn þessara nema en hún fékk viðurkenningu fyrir þátttöku í myndlistarsýningu fyrr í vetur, fyrir góða frammistöðu í „Jump for Heart“, sippuverkefninu í leikfimi og loks fyrir störf í nemendaráði.

Ég og Jenný erum sammála um að þetta sé stórglæsilegt, enda flestum ljóst að myndlist, leikfimi og félagstörf eru ekki okkar sterku hliðar.

One thought on “Viðurkenningar”

  1. Til hamingju Anna Laufey!

    Ömmu finnst þetta einmitt rosaflott. Ef þú hefur þetta ekki frá pabba og mömmu þá hlýtur það að vera frá afa og ömmu, sérstaklega að sippa!!!

Lokað er á athugasemdir.