Anna Laufey fór út að leika sér rétt í þessu og eftir smá tíma kom hún hlaupandi inn og spurði hvort að hjólið mitt væri svart. Ég skyldi ekki spurninguna alveg, svo ég leit út og tók eftir að hjólið mitt var horfið en í stað þess hafði svart flottara hjól og gleraugu verið skilinn eftir. Lásinn á keðjunni sem festi öll þrjú hjólin saman hafði verið klipptur og þjófurinn áliktaði ranglega að hjólið mitt væri það flottasta af þeim þremur sem við eigum.
Löggan var að koma og taka skýrslu og var ekki hrifin enda hjólaþjófnaðarmál víst þónokkur hluti af vinnunni þeirra þessa dagana. En alla vegana hjólið er glatað og löggan hafði ekki mikla trú á að tryggingafélagið myndi bæta tjónið.
4 thoughts on “Þjófnaður”
Lokað er á athugasemdir.
Æi en leiðinlegt, er þetta tryggt hér heima? Svo er bannað að glenna framan í mann Frapucchino, mig langar líka í frapucchino.
Gralla
Löggan vildi meina að sjálfsábyrgðin væri örugglega meiri en verðmæti hjólsins. Ég hef ekki nennt að athuga það í dag, enda nokkrir dagar í að ég fái lögregluskýrsluna. Við erum með bíla- og heimilistryggingu hjá Progressive hérna í BNA.
Ég skil ekki af hverju fólk ætti að langa í Frappucino á Íslandi, það er ekki eins og það verði heitt hjá þér.
Ég og herbergisfélagi minn keyptum okkur hjól í Berkeley fyrir nokkrum árum. Ég keypti dýrt hjól og dýran lás og langa keðju til að þræða um bæði dekk og sæti, hann keypti ódýrt hjól og mjög ódýran lás og treysti á að enginn hefði áhuga á að stela ódýra hjólinu. Síðan fórum við á hjólunum í skólann. Ég á mitt hjól ennþá, hans hjóli var stolið innan nokkurra daga, en hann átti ódýra lásinn sundurklipptan til minja um sitt hjól.
Hjólið mitt var reyndar ekki mjög dýrt en lásinn var hins vegar fremur dýr. Það stoppaði þá hins vegar ekki.