Tvítyngdi Tómas

Ég er búinn að vera óþreytandi í að hrósa hæfileikum Tómasar í að greina á milli ensku og íslensku. Þannig hefur hann notast við setningar í leikskólanum sem hann notaði ekki heima og öfugt. Í dag og í gær hafa hins vegar komið fram smá brestir í þessu. Þannig er að Tómas notar ensku í leikskólanum, þangað til hann er sóttur og notar síðan íslensku heima við. Í dag og í gær hefur hann verið að leika sér hér á leikvellinum fyrir framan húsið okkar eftir leikskólann og þá koma vandamálin upp. Áðan hrópaði og kallaði Tómas á LiliBeth á íslensku og reyndi að fá hana til að hjálpa sér með einhverja bíla, en gekk lítið þar til hann skipti yfir í ensku. Þegar hann kom síðan inn til mín sagði hann mér að mamma sín væri að „fljúga til Iceland“, og hélt því fram blákalt við mig að hann héti Thomas en ekki Tómas. Hann hefur svo kallað mig til skiptis pabbi og daddy í allan dag.

One thought on “Tvítyngdi Tómas”

  1. Húrra fyrir Tómasi!

    Svona ómeðvituð blöndun er sárasaklaus og alveg bráðskemmtileg, eiginlega bara
    Bara svo að þú vitir það Elli minn þá er það ótvírætt greindarmerki og virkjar heilastöðvarnar á fjölbreyttan hátt!

    Kveðja

    Anna

Lokað er á athugasemdir.