Tómas trendy

Ég man ekki hvort ég skrifaði um það í vetur þegar ég var med krakkana á Rusty Bucket ad borða og ungur karlmaður kom ad borðinu til ad dást að peysunni sem Tómas var í. Mér þótti svolítið merkilegt að einhver stæði upp frá borðinu sínu á veitingastað til að ræða við aðra gesti um hversu flottum fötum börnin væru í. Þetta er eiginlega hámark merkjadýrkunnar. Reyndar var maðurinn á Rusty Bucket að standa upp frá borðinu sínu og að gera sig tilbúin til að fara, en samt.

Í dag vorum við á veitingastaðnum Mad Mex upp á High Street, rétt við OSU svæðið, þegar maður rétt um fimmtugt stóð upp frá borðinu sínu, kom ad borðinu okkar og spurdi hvort Tómas væri virkilega í varabúningi Man. Utd. frá því fyrir 10 árum. Honum þótti augljóslega mikið til um hversu trendy Tómas er.
Við foreldrarnir veltum hins vegar fyrir okkur hvort við þurfum ad draga úr veitingahúsaheimsóknum enda hlýtur að styttast í að papparassar fari að elta Tómas á röndum.

2 thoughts on “Tómas trendy”

  1. Það mun þá gleðja ykkur að heyra að við bræður eigum einmitt aragrúa af „flottum“ gömlum búningum, t.d. Ryan Giggs og Roy Keane frá árinu 1997. Enn eldri Barcelona búning með Ronaldo stimpluðum aftan á. Svo ekki sé minnst á Chicago Bulls merktum Jordan frá ca ’95. Tja svo auðvitað hið forláta tískufyrirbrigði sem Fylkis-treyja nr. 14 svo sannarlega er, hún var auðvitað eyrnamerkt frændanum frækna svo ekki er það léleg saga á veitingahúsi.

    kveðja frá bræðralandi

Lokað er á athugasemdir.