Rafmagnslaust

Mikið óveður er í mið-Ohio en leyfar Ike ganga nú yfir. Það er gert ráð fyrir 12-15 m/s en reyndar allt að 38 m/s í kviðum. Eitt tréð í garðinum okkar missti risagrein rétt áðan. Greinin var á stærð við meðal stórt ísl. tré. Annars er aðalástæða þessarar færslu að segja frá því að rafmagnið er farið og óvíst hvenær það kemur á ný. En ég get samt bloggað á hrafnar.net með símanum mínum.

9 thoughts on “Rafmagnslaust”

  1. Skv fréttum verður rafmagnslaust í 24-72 klst, hugsanlega allt að viku. Jenný er búin að finna Starbucks hjá OSU með rafmagni og er þess vegna hamingjusöm.

  2. Orkufyrirtækið okkar hér í Ohio (AEP) sendi 200 manns (1/3 af mannaflanum) til Texas að aðstoða vegna rafmagnsleysis þar. Þessi hópur er nú á leiðinni heim aftur, kemur í kvöld eða á morgun. Spurningin er hvort við fáum rafmagn á húsið fyrir afmælisveisluna hans Tómasar á laugardaginn!

  3. Ja hérna hér

    Ósköp eru að heyra þetta. Það er eins gott að það er ekki hávetur! Er þá bara brauð og jógúrt í alla mata? Vonandi kemur rafmagnið áður en mjög langt um líður svo allir komist aftur í stuð!

  4. AEP hefur gefið út fyrstu áætlun og lofar því að rafmagn verði komið á alstaðar í Columbus ekki síðar en næsta sunnudagskvöld. Reyndar er komið rafmagn á skólann minn, en það er alls óvíst með íbúðina okkar og skólann hennar Önnu.

  5. Skólinn hennar Önnu er enn lokaður og við erum enn án rafmagns, 42 tímum eftir að rafmagnið fór. Það er komið rafmagn á skólann minn hérna hinum megin við götuna og eins er komið rafmagn á Hús ofar á Main Street.

Lokað er á athugasemdir.