Rafmagn á skrifstofunni

Ég sit nú á skrifstofunni minni og sötra latte-ið mitt, glöð að hafa rafmagn og net. Ég finn samt ekkert á netinu um það hvenær við meigum eiga von á að fá rafmagn í Bexley.

3 thoughts on “Rafmagn á skrifstofunni”

  1. Á meðan sit ég heima nýbúin að henda heitu jógúrti og volgri mjólk út í gám og drekk heitt Diet Pepsi úr ísskápnum. Það er næstum 22 klst síðan rafmagnið fór. Þetta er alveg fáránlega langur tími.

  2. Já, ég er fegin að veðrinu fylgdu hitaskil og við sitjum ekki uppi með steikjandi 35°C með enga loftkælingu og enga kalda drykki. Við fengum þægilega svalann morgunn með um 10°C og það á ekki að fara upp fyrir 23°C í dag.

Lokað er á athugasemdir.