Anna Laufey farin aftur í skólann

Nú er kominn þriðji dagur í rafmagnsleysi. Þetta er þó allt á réttri leið því skólinn hennar Önnu Laufeyjar fór aftur í gang í morgun. Ekki voru nú allir krakkarnir ánægðir með það 🙂 . Annars má geta þess að Iphone-inn hans Ella hefur aldeilis sannað gildi sitt því hann hefur getað tékkað á skólalokunum á netinu í gegnum símann (ég held reyndar að hann hafi getað það líka með gamla símanum, en það er algert aukaatriði 🙂 ).

Ég sit nú á Cup-O-Joe, sötra kaffi og nota nettenginguna þeirra óspart. Ég nennti ekki í skólann í morgun en fór í staðinn á Starbucks og keyrði nokkrar MCMC (Markov chain Monte Carlo) runur og las grein um Hybrid MCMC á meðan tölvan vann.