Verk á sýningu

Líkt og síðasta haust hefur myndlistarverk eftir Önnu Laufey verið valið til sýningar á samsýningu skólanna í Bexley sem opnar á morgun. Reyndar er dagskrá morgundagsins á þann veg að okkur er ómögulegt að komast á opnunina þar sem ég verð í tíma um kvöldið, börnin verða í pössun hjá Steina og Kristin og Jenný verður í flugvél á leið til Colorado. Planið er því að fara síðar í vikunni með Önnu, annað hvort fyrir eða eftir skóla.

Í öðrum fréttum er að í nótt var fyrsta næturfrostið í Columbus á þessum vetri.

One thought on “Verk á sýningu”

  1. Glæsilegt hjá Önnu Laufey! Til hamingju ömmustelpa!

    Verst að komast ekki á þesssa sýningu. Góða ferð til Colirado jenný mín og til hamingju með meistaratitilinn í fótbolta Elli!

    Anna, mamma, amma og tengdó

Lokað er á athugasemdir.