Í dag fékk ég óformlegan tölvupóst um að skólinn minn hafi „valið“/samþykkt að Dr. Emlyn Ott verði leiðbeinandinn minn í rannsóknarverkefninu mínu. Dr. Ott er framkvæmdastjóri Healthy Congregations Inc. þar sem ég hef verið að vinna undanfarið ár auk þess að kenna kúrsinn Pastor as Leader, þar sem ég hef verið aðstoðarkennari. Þetta er í sjálfu sér ekki óvænt tíðindi en þýða hins vegar að ég get hafið skrif af krafti eftir áramót.