3 thoughts on “Tómas skrifar nafnið sitt”

  1. Þetta er nú aldeilis fínt hjá Tómasi! Ég get grobbað af þessu og sýnt myndina í námskeiðinu mínu um málþroska og þróun læsis eftir áramótin!

    Þú er rosalega duglegur Tómas minn!

    Bestu kveðjur

  2. Já, Tómas kom okkur á óvart. Hann þekkir stafinn sinn og bendir á T hvar sem það sést og segir „Stafurinn minn“. Hann veit að stafurinn heitir Té og segir „T-T-Tómas“. Hann þekkir líka stafi okkar hinna í fjölskyldunni og vinnanna í leikskólanum. Við höfum hins vegar ekki kennt honum að skrifa nafnið sitt. Fóstran hans sýndi honum stafina OHIO og hann skrifaði það svona vel. Hún bað hann svo að skrifa nafnið sitt (án þess að sýna honum það) og hann skrifaði þetta hér að ofan.

    Annars var síðasta vika í leikskólanum öll tileinkuð Buckeyes og fótbolta, enda stærsti leikur ársins í gær. Tómas er mjög áhugasamur um „football game“ og var mjög svekktur þegar það kom í ljós að bara pabbi og mamma færu á „football game“. Hann tók þó gleði sína á ný þegar kom í ljós að hann fengi að leika við Kristinu allan laugardaginn.

  3. Börn ykkar halda áfram að sigra mig við hvert tækifæri, ekki nóg að Anna Laufey sé orðinn færasti músíkant fjölskyldunnar heldur er Tómas nú þegar orðinn mun betri ritari en ég.

Lokað er á athugasemdir.