Þegar Anna átti að fara í skólann í morgun var hún fremur slöpp, með hor og hósta svo ég ákvað að mæla barnið. Hún reyndist vera með 100,4 gráður á Fahrenheit eða 38 gráður á Celcíus og er því heima í dag. Mér skylst að takmarkið sé að horfa á allar Harry Potter myndirnar í einni lotu.
Ég hins vegar skrapp með Tómas í leikskólann og fór á Panera Bread til að lesa yfir handrit að ritgerð um samstarf mismunandi fagfólks í hjálparstéttum, sem ég þarf að skila á miðvikudaginn en ég tók námskeið í OSU um efnið nú í haust. Þegar ég kom heim var Anna með fremur mikil læti og hoppaði meðal annars á mig. Af þeim sökum ákvað ég að mæla hana aftur og nú reyndist hún vera 57 5/8 tommur eða 146,4 cm á hæð.
Ég vona að Önnu minni batni fljótt það er svo leiðinlegt að vera veikur fyrir jólin,við vorum að koma heim úr stórkostlegri ferð mjög vel heppnuð.
kveðja
Alfa
Anna fór í skólann í dag með „soft nose“ en engan hita.