Fyrsta einkunn í hús

Í STM-náminu mínu eru gerðar mun ákveðnari kröfur um námsárangur en í MALM gráðunni sem ég lauk síðasta vor. Þannig er hefðin í skólanum mínum að einungis er notast við einkunnaskalann P(ass)-M(arginal)-F(ail) á öllum námsbrautum nema í STM-náminu þar sem við þurfum að taka öll námskeið til einkunnar. Þetta hefur nokkur áhrif á það hvernig ég nálgast kúrsa, enda leyfir P-M-F kerfið meiri áhættu í ritgerðarsmíð. Reyndar eru á einkunnablaðinu mínu í síðasta námi þrjár einkunnir sem falla ekki undir hefðbundið kerfi, en námskeiðin mín í Capital University og Methodist Theological School of Ohio voru bæði metin á A-B-C-D-F skala og eins fékk ég A í námskeiði í Global Church, í stað P af einhverjum ástæðum.

En burtséð frá því. Í dag fékk ég í tölvupósti frá kennaranum mínum í þverfaglega námskeiðinu um siðferðileg álitamál, sem ég tók í The Ohio State University, þar sem hann tilkynnti mér að hann væri búinn að ganga frá einkunninni minni og hún væri A. Þar sem þetta er fyrsta (og eina) einkunnin mín í STM-náminu er ég með hærri meðal einkunn í mínu framhaldsnámi en Jenný. Það mun þó líklega ekki standa mjög lengi, en er á meðan er.

One thought on “Fyrsta einkunn í hús”

  1. Elli minn, við tökum þá sigra yfir henni Jennsu sem okkur bjóðast! Sem dæmi þá horfði ég á Silence of the lambs um daginn án þess að sofa á milli…
    Bragi 1 Jenný 0

    Annars fengum við bræður einkunnir okkar í vikunni og stóðum okkur báðir mjög vel. Hann var með lægstu einkunn sem hann hefur fengið í MH, sem er 8 en þrátt fyrir það var þetta hæsta meðaleinkunn hans frá byrjun, enda með 5 tíur. Ég kláraði ísl503 með 8 og svo teikniáfangana í iðnskólanum með 8 til 10. Baldur er alveg rosalega öflugur í skólanum og greinilegt að hann hefur fengið eitthvað af gáfu geninu.

    Hamingjuóskir frá ísnum

Lokað er á athugasemdir.