Fyrsta næturstop

Eins og sagði í fyrri færslu gerði GPS tækið ráð fyrir að við kæmumst til Walterboro kl 18:48. Við hins vegar vissum vel að það gengi ekki eftir þar sem GPS tæki gera ekki ráð fyrir matar- og pissustoppum. Ferðin sóttist hins vegar mjög vel og um 20:30 keyrðum við framhjá afleggjaranum til Walterboro. Við ákváðum þar sem svo vel gekk að keyra ríflega 20 mínútur aukalega og erum nú á fremur þreyttu Best Western hóteli í Point South í Suður Karólínu. Á morgun stefnum við að því að koma til Daytona Beach á Flórída um hádegi en þangað er rétt ríflega 4 klst akstur. Við ætlum síðan að fara seinnipartinn á morgun síðustu 90 mínúturnar til Orlando.