Eitt það mikilvægasta í Disney planinu er að mæta snemma. Þá gefst tækifæri til að fara í tæki og á sýningar áður en brjálæðið byrjar fyrir alvöru. Gestum á Disney hótelum er t.d. boðið að mæta 1 klst fyrir opnun í valda garða dag hvern, sem bónus og til að njóta sem flestra tækja. Í morgun lögðum við því af stað frá hótelinu rétt fyrir kl 7 og vorum komin inn í Magic Kingdom um kl 7:30, hálftíma fyrir almennan opnunartíma. Þegar við fórum í Brunch með Bangsímon kl 10:10 vorum við búin að dekka Fantasy Land næstum alveg og með miða kl 12:40 í ævintýraflug Péurs Pan. Jenný og börnin eru núna í 3-4 röð við sviðið við KASTALANN að horfa á sýningu með Mikka mús. Þegar henni lýkur og við höfum tekið flugið með Pétri ætlar Anna að hitta sögupersónur í tæpan klukkutíma áður en við tökum lest að aðalhliðinu og höldum aftur inn á hótel í nokkra klst hvíld meðan mesta traffíkin er í garðinum. Við förum síðan í hátíðarkvöldmat með prinsessum kl 19:30 og reynum að komast aftur í garðinn fyrir áramótaflugelda. Ef garðurinn verður fullur og við komumst ekki inn aftur sem er víst líklegt þá drögum við okkur í hlé og höldum fjörinu áfram kl 8:00 í fyrramálið.