Það rættist úr veðrinu í dag, eða öllu heldur það hefur ekki verið ofankoma. Hér er nefnilega 13 gráðu frost. Það dugði ekki til að loka skólanum hennar Önnu og miklu meira þarf til að loka OSU.
Annars hef ég setið við í dag og lagt lokahönd á 24 síðna ritgerð í Kirkjufræðum, sem mun að líkindum verða upphafskaflinn í meistararitgerðinni minni hér við Trinity. En í ritgerðinni leitast ég við að teikna upp kirkjumódel sem samræmist í fyrsta lagi boðskap kirkjunnar og hins vegar er nýtilegt í samtímanum. Ofan á þetta módel mun ég síðan byggja stjórnunarkenningar og/eða matskerfi.
Þessi fyrsti hluti telur einnig sem 3 einingar í sjálfstæðu námi í kenningalegri guðfræði. Nú er bara að sjá hvað kennaranum mínum finnst, en doktorsverkefnið hennar var einmitt á nákvæmlega þessu sama sviði. Þó nálganir okkar séu um margt ólíkar.
5 thoughts on “Engar skólalokanir og ritgerðarskil”
Lokað er á athugasemdir.
Nú er komið 18 stiga frost og skv. veðurfréttavefjum er kuldinn með tilliti til vindkælingar 31 gráða á celsíus. Spáin á morgun gerir ráð fyrir 20 stiga frosti kl. 8:00 í fyrramálið þegar Anna á að fara í skólann og 28 gráðum í mínus þegar tekið er tillit til vindkælingar. Flestir grunnskólar hér í mið-Ohio hafa enda gefið út tilkynningu um að skólahald falli niður.
Enginn slík tilkynning er samt komin frá Bexley skólunum.
Elli minn
Ertu að boða byltingu í kirkjustarfinu á Íslandi þegar þú kemur heim?
Tengdó
Ég er ekki viss um að við sjáum mikla byltingu, en breytingar eru væntanlegar hvort sem ég verð á svæðinu eða ekki. Hagstofan var að koma með tölur um hlutfall Íslendinga í þjóðkirkjunni og þar kemur fram að 36% fólks sem er fætt árið 1977 er utan þjóðkirkjunnar.
Ef hlutfall Íslendinga væri það sama í þjóðkirkjunni og það var þegar ég var vígður, þá væru 36.000 fleiri skráðir í þjóðkirkjuna. Með öðrum orðum það hefur fækkað hlutfallslega sem nemur 6 Grensássöfnuðum.
Þórir er fæddur 1976 og er ekki í þjóðkirkjunni, þú getur byrjað á að fá hann endurskráðann.
Tja… best væri að gera þjóðkirkjuna meira spennandi.
Þar eru engar geimverur né geislasverð svo dæmi séu tekin. Þróast eða vera skilin eftir