Á morgun stóð til að ég kæmi í skólann hennar Önnu og ræddi við krakkana í 4. bekk um hvernig það sé að flytja milli landa, en um þessar mundir eru 4. bekkingar í Cassingham að fjalla um innflytjendur í samfélagsfræði. Ég var búin að ræða við kennarann hennar Önnu um að nota PowerPoint glærur og sýna e.t.v. nokkrar myndir frá Íslandi.
Ég gekk frá skjalinu kl. 21:00 og líklega um 21:10 kom tilkynning frá Bexley Schools á sjónvarpsskjáinn um að allir skólar yrðu lokaðir á morgun vegna veðurs.