Anna stækkar

Þegar ég var að tala við Önnu áðan fannst mér eins og hún hlyti að hafa tekið vaxtakipp síðan í apríl og ákvað að hæðarmæla stelpuna. Kippurinn var ekki jafnmikill og ég hélt en hún er núna 59 3/4″ eða 152cm. Þannig að síðan um miðjan apríl hefur hún hækkað um tvo cm.

2 thoughts on “Anna stækkar”

  1. Segðu henni að vera dugleg að borða siginn fisk og slátur svo hún verði nú jafn stór og frænkan

  2. Hlökkum til að fá ykkur heim. Vona að við getum fengið Önnu lánaða á meðan þið eruð hérna, getið þið slegið á okkur þegar þið komið?
    Góða ferð, Harpa

Lokað er á athugasemdir.