Ég fór í MicroCenter í dag til að kaupa myndbandsupptökuvél. Þar hitti ég duglegan sölumann. Sá spurði hvaðan ég kæmi og ég kynnti mig frá Íslandi. Viðbrögðin hans voru endalaus skemmtileg, enda sagði hann. „Nú þá hlýtur þú að vera lútherskur.“ Ég játaði því og sagðist reyndar vera á leið í nám í Trinity Lutheran Seminary.
Þá kom auðvitað upp að langafi sölumannsins hafði verið prófessor þar og síðan fylgdi eitthvað af fjölskyldusögum, mamma hans prestur o.s.frv. En hvað um það, það er alltaf gaman að hitta fólk sem veit að Íslendingar eru lútherskir. Það gera ekki allir á Íslandi einu sinni. (Birtist einnig á annál.is.)
One thought on “Lútherskur”
Lokað er á athugasemdir.
Ég vil óska ykkur gleðilegs nýs árs. Hafið það sem allra allra best um áramótin. Hver veit nema að maður fari að senda ykkur línu. Skjótum upp rakettu hér ykkur til heiðurs. Ég veit þið munuð sakna sviðanna.