Back to Bexley

Nú erum við komin heim eftir langt ferðalag og eftir helgi tekur daglega rútínan að mestu við. Ég þarf að snúa mér að lestri og ritgerðarskrifum, Jenný byrjar að vinna í rannsóknum, Tómas fer í leikskólann á mánudaginn og Anna byrjar í skólanum næsta miðvikudag.
Það verða 10 börn hérna úr stúdentaíbúðunum í skólanum með Önnu sem er þónokkur fjölgun frá síðasta ári, Anna er enda búin að leika sér mikið úti síðan við komum heim.
Við leyfum líka Tómasi að leika sér úti við án eftirlits núna, enda er komin góður leikfélagi í garðinn hjá okkur, en hún Gina sem er þriggja ára var að flytja í íbúðirnar með foreldrum sínum og systrum sínum tveimur.
Anna mætti á fyrstu knattspyrnuæfinguna sína strax á fimmtudagseftirmiðdag, en þá uppgötvaðist að takkaskórnir hennar frá því í vor eru orðnir allt of litlir. Hún mætti því á æfinguna í innanhúsíþróttaskóm af mömmu sinni sem pössuðu vel.
Fyrsta sleepover Önnu á þessu hausti er síðan í kvöld fram á morgundaginn, en Emma G. vinkona hennar, sem verður því miður ekki með henni í bekk á þessu skólaári hringdi í gær og bauð henni yfir.
Það er því ljóst að dagskráin er að hefjast að fullu eftir gott en strangt ferðalag.

One thought on “Back to Bexley”

  1. Innilega hamingjuóskir á afmælisdaginn til Tómasar Inga frá bræðrunum Jóni Baldvini og Guðmundi Tómasi yngri!!

Lokað er á athugasemdir.