Eftir kvöldmat í gærkvöldi bað Tómas Ingi um að fá kex og ég sagði að hann mætti fá eitt kex og hann þyrfti að gefa Önnu Laufeyju líka. Stundarkorni síðar átti eftirfarandi samtal sér stað:
Tómas (sönglandi): Ég er með fjóra Oreo, ég er með fjóra Oreo
Ég: Ég sagði að þú mættir fá EITT kex!
Tómas útskýrir: Ég ætla fá eina kex, svo ég fá eina kex, svo ég fá eina kex….
Við Elli skelltum uppúr og sem laun fyrir þetta snilldarsvar fékk Tómas Ingi að maula sín fjögur Oreo kex.
Ég fékk síðan ánægjuna af því að setja sykuróðan strák í rúmið. Tómas Ingi var með mikinn ærslagang á leiðinni uppá bað og ég sagði honum að vera ekki með svona mikil læti. Tómas Ingi hafði auðvitað svar við því:
„Þetta er ekki læti. Þetta er fyndið!“
Hér er greinilega upprennandi stærðfræðingur og uppistandari á ferðinni!
Anna amma
Hann verður góður í stærfræðibröndurunum 🙂
Mummi afi spyr, hvar lærði Tómas Ingi þetta kexát. Alfa amma lofar fullri kexskúffu þegar Tómas Ingi og Anna Laufey koma næst.
kveðja
Alfa amma