Tómas Ingi spáir í íslenskt mál

Tómas Ingi á erfitt með ýmislegt í íslenskri málfræði, eins og til dæmis að lýsingarorð breytast eftir kyni.  Honum finnst mjög erfitt að muna að þó Anna Laufey sé þreytt eða svöng þá getur hann bara verið þreyttur eða svangur.  Í bílnum í morgun yfirfærði hann þetta á „ái“ og „á“:

„Strákar segja ái en stelpur segja á.  Pabbi segir á.  Ég þarf að segja pabba að hann á að segja ái „