Íbúðin seld

Það er mikið gleðiefni að segja frá því að íbúðin okkar í Stóragerði er seld. Það var skrifað undir kauptilboð á föstudaginn og óhætt að segja að nú sé einu stórvandamálinu færa að fást við. Reyndar er líka eftirsjá í íbúðinni enda um frábæra staðsetningu að ræða og góða íbúð á allan hátt. En – nú getum við leyft okkur að kaupa sófa án þess að hafa áhyggjur af því hvað bankinn segir.

6 thoughts on “Íbúðin seld”

  1. Frábærar fréttir. Innilega til hamingju söluna! …lýsingin á nýja, væntanlega sófanum hljómar líka vel. Gaman að geta fylgst með hvernig gengur.
    Kær kveðja
    Dabba

  2. Til hamingju með að vera búin að selja. Gangi ykkur svo vel að koma ykkur fyrir. Hvað netföng eru þið að nota? Kveðja Drífa

  3. Við hjónin notum sömu netföng og á Íslandi. Einnig er hægt að notast við heg eða jennyb þessari síðu hér, þ.e. hrafnar.net

  4. Til hamingju með söluna, þessi íbúð var nefnilega mjög opin og skemmtileg, mig langaði í svona íbúð á sínum tíma.
    Hvenær getur maður komið í heimsókn að máta sófann.

  5. Já góðar fréttir berast hratt. Fréttin um íbúðasöluna var á allra vörum í Fjarðakaup fyrr í vikunni!

Lokað er á athugasemdir.