1175
Ég pantaði um helgina nýja stafræna myndavél, Panasonic Lumix DMC-FZ30K, hjá amazon.com. Í tilefni af því fór ég með Canon Ixus vélina mína í gönguferð um Bexley í dag og tók nokkrar myndir í bæjarfélaginu. Það er svolítið kómískt að horfa á bæinn í gegnum myndavélina, hann lítur út eins og klipptur út úr bíó. Ég veit samt ekki hvort það skili sér endilega í myndunum. Hins vegar er lítið hægt að sjá snjóstorminn sem Jenný sagði frá í gær. Hann er ekki jafn öflugur og snjóstormur á Íslandi. Hægt er að skoða myndirnar með því að smella á myndina með færslunni.
E.s. meðan ég skrifaði þessa færslu komu félagar mínir frá Perú með nýja dýnu í flotta Simmons rúmið okkar. Núna ætti Jenný að vera glöð.