Í nóvember skrifaði ég dótakassafærslu um hvað við myndum kaupa þegar við kæmum okkur fyrir í BNA. Þar nefndi ég ákveðna myndbandsupptökuvél, nokkrar mögulegar stafrænar myndavélar og bíl.
Ég rakst á færsluna nú rétt í þessu og uppgötvaði að við erum búin að kaupa allt sem nefnt var, en um leið ekkert af því sem ég taldi upp. Myndbandstökuvélin varð $50 ódýrari, stafræna myndavélin $150 dýrari og bíllinn $9000 ódýrari. Þannig er óhætt að segja að við höfum sparað um $8900 frá upphaflegu plani. Það munar um minna.