Elli skellti sér á kynningu fyrir hugsanlega framtíðar nemendur Trinity Lutheran Seminary í dag. Það er nokkuð algengt að skólar hér í USA bjóði umsækjendum í slíka kynningu til að auka líkur á að þeir taki boði um skólavist. Tölfræðideildin í OSU var með svona kynningu um daginn. Elli er nú svosem búin að ákveða að vera í Trinity næsta vetur en okkur þótti upplagt að hann færi aðeins út af heimilinu og kynntist hugsanlegum samnemendum sínum. Hann fór snemma í morgun og kemur ekki heim fyrr en seint í kvöld svo ég nýt þess að vera heima með börnin á meðan.
Við höfðum reyndar hugsað okkur að fara á vísindasafnið í dag, en Anna Laufey vaknaði með ælupest og hita í morgun svo við héldum okkur heima við. Anna Laufey horfði á alla þættina af Jesú og Jósefínu og sofnaði svo í ruggustólnum. Tómas Ingi veltir sér um allt stofugólfið. Það þýðir lítið að setja drenginn á teppið núorðið, hann er kominn hinumegin í stofuna áður en maður veit af.