Sófinn kom í morgun frá Hraðsófasölunni, en reyndar ekki allur. Enn vantar miðstykkið í hornsófann okkar, en það er væntanlegt á næstu tveimur dögum, vonandi. Það tók því 31 dag að afgreiða sófann í stað lofaðs 21 dags. Þegar við svo prófuðum sófann eftir að flutningamennirnir voru farnir, virkaði ekki annað tveggja hægindasætanna.
Ég, sem hef sýnt mikla kurteisi, þolinmæði og biðlund, gerði tilraun til að hringja í þjónustusímann, en eftir að hafa verið setur á bið einu sinni og fengið tölvusímsvara með fullt af valmöguleikum, ákvað ég að keyra í verslunina og kvarta.
Í sjálfu sér var fátt að gera, það kom fram galli í millistykkinu og það þarf að laga það og það kemur eins fljótt og auðið er. Það hringir viðgerðarmaður í síðasta lagi á miðvikudaginn næsta út af hægindasætinu og mælir sér mót við okkur. Enginn getur hins vegar svarað því hvers vegna pöntunin tók 10 dögum lengri tíma en lofað var.
Ofan á þennan pirring hefur húsið okkar hrists og skolfið síðustu tvo sólarhringa, vegna framkvæmda við Bexley Gateway. En það vill svo til að þessi glæsilega nýbygging er aðeins um 50 metra frá íbúðinni okkar.
One thought on “Hraðsófasalan”
Lokað er á athugasemdir.
Ég náði að laga hægindasætið áðan, það hafði losnað gormur sem á að vera tengdur í handfangið sem notað er til að halla stólnum.
Það er hins vegar annað sem við glímum við. Sófinn er með microfiber áklæði og DuPont teflonhúð til að auðvelt sé að strjúka af honum. Hins vegar er gífurlega mikið stöðurafmagn í sófanum þannig að þegar Anna sest fer hárið á henni um allt.