Í dag eru veikindi hér á East Main Street en Jenný og Anna Laufey eru báðar með einhvers konar flensu. Þetta er sérlega óheppilegt fyrir Jennýju en núna er mikið að gera í skólanum, bæði verkefnaskil og heimapróf. Þá eru nemendurnir hennar í prófi og morgun og hún þarf að vera fram á nótt annað kvöld að fara yfir úrlausnir. Í OSU er nefnilega gerð krafa um að kennarar skili einkunnum eins fljótt og auðið er.
Þetta er önnur helgin í röð þar sem veikindi skjóta niður, en mér skilst að í Cassingham séu í gangi tvær pestir, Anna Laufey fékk aðra núna í nótt, en hina um síðustu helgi.
One thought on “Veikindi”
Lokað er á athugasemdir.
Á Íslandi eru þær amk 3!
Ísland, bezt í heimi!