Allt á réttri leið

Anna Laufey fór í skólann í morgun, eftir veikindi helgarinnar og virðist orðin alveg hress. Jenný fór í skólann á seinnipart mánudags til að sitja yfir prófi og fara yfir úrlausnir og var jafnframt í skólanum að læra og kenna í gær.
Það er gaman að segja frá því að húsgagnapöntunin frá IKEA kom til okkar í gær og ég dundaði við það ásamt Önnu Laufeyju að setja saman húsgögn fram á kvöld. Enn er nokkuð verk eftir, svo sem tvær Goliat-skúffuhirslur og ein Johan. Þá á eftir að setja saman hillur í herbergið hennar Önnu og geymsluhillur í kjallarann. Ég er hins vegar mjög sár í lófunum eftir að skrúfjárnið í gær og geri ráð fyrir að frekari samsetningar bíði morgundagsins. Það var ekki laust við að ég saknaði rafmagnsborvélarinnar sem er í geymslu í Grensáskirkju.

4 thoughts on “Allt á réttri leið”

  1. Það getur nú ekki verið dýrt að fjárfesta í einni lítilli rafmagnsborvél.
    Mér finnst reyndar alveg rosalega gaman að setja saman IKEA húsgögn, eins og risapúsl, en Þórir segir að ég sé klikkuð

  2. Ég er alveg sammála með IKEA samsetningar, en vandinn er að ein búslóð af húsgögnum er svoldið stór skammtur af risapúslum.

  3. Ég hef fengið nóg af IKEA samsetningum! Ég get líka með stolti tilkynnt að heimili mitt er nú Ivar hillu laust svæði!

  4. Ég gæti nánast keypt mér IKEA húsgögn til að setja saman á föstudagskveldi, svona eins og maður kaupir tímarit til að gera vel við sig ef maður nennir ekki á djammið.

Lokað er á athugasemdir.