Á miðvikudaginn var þegar Anna Laufey var á leið út úr dyrunum til að fara með okkur í skólann, kom upp það vandamál að hún vildi hafa númerið sem notast er við til að kaupa mat í mötuneytinu á miða. Anna hljóp sjálf til, reddaði miða og skriffærum og ég gerði mig tilbúin til að segja henni númerið. En nei, hún mundi það sjálf. Þegar ég spurði hvernig hún myndi númerið svaraði hún eitthvað á þessa leið: Það byrjar á 5 og 5+5=10, síðan er 2, 2+2=4 og 4+4=8. Stærðfræði er ekki stórt vandamál hjá sumum.
6 thoughts on “Dóttir mín, snillingurinn”
Lokað er á athugasemdir.
Sæl verið þið
Þetta er flókin stærðfræðiþraut! Ekki er samstaða um það á heimilinu hér í Garðabænum hvert númerið raunverulega er, enda er stærðfræðigeta heimilisfólks misjöfn eins og þekkt er. Er hægt að fá lausnina hjá Önnu Laufeyju svo heimilisfriðnum sé ekki stefnt í frekari hættu?
Bestu kveðjur
Anna amma
númerið er 510 248.
kveðja,
Anna Laufey.
Spurningin mín og Jennýjar er hins vegar hver var með númerið rétt.
Búin að gera margar tilraunir en ekkert gengur
Elli minn
Það var að sjálfsögðu amma, því meintum stærðfræðingum á heimilinuu er einkar lagið að gera einfalda hluti flókna. Ég er alveg laus við það! Svo það er nokkuð ljóst hvaðan Anna Laufey hefur hæfileika sína til að fást við tölur.
Anna amma
Hún hefur þetta frá frænku sinni, stærðfræðiheilanum