Viðurkenningar

Í dag var „Awards Ceremony“ í skólanum hennar Önnu Laufeyjar, þar sem nemendur fá viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á margvíslegum sviðum á liðnu skólaári. Anna Laufey var einn þessara nema en hún fékk viðurkenningu fyrir þátttöku í myndlistarsýningu fyrr í vetur, fyrir góða frammistöðu í „Jump for Heart“, sippuverkefninu í leikfimi og loks fyrir störf í nemendaráði.

Ég og Jenný erum sammála um að þetta sé stórglæsilegt, enda flestum ljóst að myndlist, leikfimi og félagstörf eru ekki okkar sterku hliðar.

Sex and the City

Við Elli áttum stefnumóta-kvöld á laugardaginn (börnin voru í pössun hjá Steina og Kristínu) og mér tókst að draga Ella með mér á Sex and the City. Ég átti nú inni að fara á stelpu mynd því síðast fórum við á Indiana Jones. Þessi bíó ferð var ólík öðrum að því leyti að allar konur í salnum voru í sínu fínasta pússi og með flottustu handtöskurnar sínar og boðið var uppá Cosmopolitan kokteil til að sötra með myndinni. Miðríkja-búar eru annars ekki vanir að klæða sig upp fyrir neitt, ég kem yfirleitt „over-dressed“ í partý en þarna lenti ég í að vera „under-dressed“. Ég skemmti mér konunglega á sýningunni, enda var myndin mjög í stíl við þættina. Það fer færri orðum af því hvernig Ella fannst :-). Þetta var líka fín upphitun fyrir New York ferð í næstu viku!

Breyting á ferðaplani

Delta hefur felt niður flugið sem við bókuðum frá Columbus til Boston. Af þeim sökum hafa Flugleiðir breytt bókuninni okkar til Íslands og í stað þess að lenda í Keflavík kl. 23:40 (19:40 að Ohio-tíma) 9. júlí, munum við lenda kl. 6:30 (02:30 að Ohio-tíma) 10. júlí. Þetta þýðir einnig að við förum seinna frá Columbus, í stað þess að taka morgunflug til Boston, sem er ekki lengur til staðar, munum við fljúga frá Columbus um fjögurleitið 9. júli.

Verkefnaskil og námið mitt

Í dag kl. 13:10 sendi ég með tölvupósti lokaverkefnið í námskeiðinu Transformational Leadership, ritgerð upp á rúmlega 20 síður til kennarans míns í Methodist Theological School of Ohio. Ég fékk tölvupóst frá kennaranum mínum kl. 14:14, þar sem hún var búin að fara yfir verkefnið og tillkynnti mér að einkunnin mín fyrir kúrsinn væri B. Það liðu þannig 64 mínútur frá því að ég skilaði þar til kennarinn hafði lokið við að lesa það yfir, skrifa ábendingar og athugasemdir við ritgerðina og gefa mér einkunn fyrir kúrsinn.
Halda áfram að lesa: Verkefnaskil og námið mitt

Áframhaldandi nám

Í dag fékk ég staðfestingu á áframhaldandi námi við Trinity Lutheran Seminary. En næstu 1-2 árin mun ég vinna að námsgráðu sem heitir Master of Sacred Theology (S.T.M.), en um er að ræða framhaldsgráðu í guðfræði, eftir M.Div. eða hefðbundið meistaranám. Hægt er að nýta S.T.M. gráðuna sem hluta af Ph.D. námi við Lutheran School of Theology in Chicago, en það er þó ekki stefnan eins og er. Halda áfram að lesa: Áframhaldandi nám