Í dag var „Awards Ceremony“ í skólanum hennar Önnu Laufeyjar, þar sem nemendur fá viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á margvíslegum sviðum á liðnu skólaári. Anna Laufey var einn þessara nema en hún fékk viðurkenningu fyrir þátttöku í myndlistarsýningu fyrr í vetur, fyrir góða frammistöðu í „Jump for Heart“, sippuverkefninu í leikfimi og loks fyrir störf í nemendaráði.
Ég og Jenný erum sammála um að þetta sé stórglæsilegt, enda flestum ljóst að myndlist, leikfimi og félagstörf eru ekki okkar sterku hliðar.