Ég er að skoða nýja möguleika á vefsíðunni okkar, m.a. notkun á google video sem má sjá í færslunni fyrir neðan og síðan líka tónlistarfærslur. Hægt er að hlusta á tónlist með því að smella hér á örina (e. play-button).
[audio:mala_heiminn.mp3]Author: Halldór Guðmundsson
Tómas les
[google 5936939992161785193]
Ævintýri Ella í Ameríku
Á föstudagshádegi lagði ég af stað í ævintýraför um Ameríku, þar sem lokahluti ferðarinnar er að sækja Jennýju og Tómas Inga á flugvöllinn í Baltimore. Upphaflega hafði ég ákveðið að fara á laugardagsmorgni, en þegar ég uppgötvaði að fyrsti áfangastaðurinn á ferðaplaninu var í tveggja tíma fjarlægð í suðvestur, meðan Baltimore er í háaustur ákvað ég að gefa mér betri tíma. Halda áfram að lesa: Ævintýri Ella í Ameríku
Einkunnir allra komnar í hús
Nú hafa einkunnir allra á heimilinu komið í hús. Að venju fékk Jenný A í öllum sínum kúrsum. Ég fékk P(ass) í mínum kúrsum og loks komu í pósti einkunnir úr samræmdum prófum fyrir börn í 2. bekk sem Anna tók í mars. Halda áfram að lesa: Einkunnir allra komnar í hús
Nýjar myndir
3032Ég hef sett inn nokkrar nýjar myndir frá síðustu vikum. Þar ber hæst myndir af Önnu í tennis á laugardaginn var og örfáar myndir við Hersey’s súkkulaðiverksmiðjuna.
Komin til Íslands
Þá erum við komin á ástkæra ylhýra landið. Flugferðin gekk ágætlega. Tómas Ingi sofnaði áður en flugvélin komst á loft en vaknaði klukkutíma seinna og tók æðiskast, barðist um og reif af mér gleraugun. Ég fór með hann afturí vél og hann róaðist á endanum og sofnaði aftur. Þetta stóð yfir einmitt þegar verið var að deila út matnum og það endaði með því að ég fékk mér ekkert að borða. Halda áfram að lesa: Komin til Íslands
Farin
Ég skutlaði Önnu, Jennýju og Tómasi til Baltimore í gær með viðkomu á Hersey’s Chocolate World. Þetta var rúmlega átta tíma akstur en við keyrðum fjóra tíma á laugardagseftirmiðdag, gistum í hótelbænum Breezewood aðfararnótt sunnudags, fórum þaðan til Hersey og loks til Baltimore. Halda áfram að lesa: Farin
Allar einkunnir komnar
Nú eru allar einkunnirnir mínar komnar og ljóst að ég hef lokið 44,5 einingum á þessum vetri og námið mitt rúmlega hálfnað.
Síðasti skóladagurinn
Síðasti dagur Önnu Laufeyjar í öðrum bekk var í dag. Anna var mætt í skólann kl. 8:30 eins og venjulega. Eftir frímínútur kl 10:30 fóru allir í öðrum bekk ásamt nokkrum foreldrum gangandi í Drexel Theater til að sjá Five Children and IT. Halda áfram að lesa: Síðasti skóladagurinn
Lífæragjafir
Það er e.t.v. rétt að nefna hér að þegar ég og Jenný fluttum til Danmerkur fengum við í hendur lífæragjafakort til að fylla út og hafa í veskinu, þar sem við merktum við hvort og þá hvaða lífæri við værum til í að gefa. Þegar svo við fluttum til BNA, þá vorum við látin svara spurningum um lífæragjafir þegar við tókum bílpróf og á ökuskírteinum okkar hér eru upplýsingar um hvaða lífæri við erum til í að gefa. Ég man ekki eftir að hafa séð svona á Íslandi.
Heilsa og veður
Hér eru núna allir komnir í takt en veikindin í upphafi vikunnar stóðu nákvæmlega í sólarhring hjá öllum. Ég er að reyna að komast í takt við verkefnin sem ég ætlaði að sinna þegar skóla lyki, en það gengur fremur hægt. Annars er komin óþreyja í Jennýju og Önnu að komast til Íslands, en þær fljúga með Tómasi á sunnudaginn eftir rúma viku. Það er merkilegt hvað þær eru spenntar fyrir að komast úr 30 stiga hitanum hér (fer í 32 gráður í dag) og í kuldann á Íslandi.
Ælubæli
Hér á Eystra Aðalstræti er ástandið miður gott. Jenný byrjaði að æla í gærkvöldi og í kjölfarið byrjaði Anna Laufey og skreið svo upp í til okkar aum og dösuð og loks tók ég rispu um kl. 2 í nótt. Tómas vaknaði við hamaganginn og krafðist þess að vera í rúminu okkar einnig, og því var mikið fjör að koma öllum fyrir slöppum og veikum í eitt rúm.
Jenný virðist hafa tekið sér pásu, en ég og Anna vorum enn að þegar við fórum á fætur í morgun. Tómas hins vegar hafði tekið rispu á laugardagskvöldið síðasta og virðist ætla að sleppa núna. Af þessum sökum sit ég með börnunum niðri í stofu þar sem við horfum á Dýrin í Hálsaskógi. Anna situr á gólfinu með fötu fyrir framan sig.
Fyrra/fyrsta árinu lokið
Nú hef ég lokið fyrsta vetrinum mínum í Trinity Lutheran Seminary. Ég hef lokið 44,5 einingum af 84 og því 2,5 einingu á undan áætlun (leiðrétt). Ég mun reyndar bæta í nú í sumar en ég hyggst taka námskeið um Contemporary Issues in Bioethics og Educating for Global Mission, alls 5 einingar. Annars liggja ýmis verkefni fyrir næstu fjórar vikur, þangað til námskeiðið um Bioethics hefst. Helstu verkefnin eru:
- Frágangur á efni fyrir kærleiksþjónustusvið Biskupsstofu, en skiladagur á efninu var settur í október 2006.
Uppsetning á hver veit hvaða útgáfu af Pétrísk-íslensku orðabókinni.- Skrif á greinargerð um mat á safnaðarstarfi.
- Skutla Jennýju, Tómasi og Önnu til Baltimore, til að ná flugvél.
- Sækja Tómas og Jennýju til Baltimore.
- Útbúa herbergi fyrir Tómas, þannig að hann hafi sitt eigið herbergi.
Vínland
Fyrir nokkrum vikum var grein í Columbus Dispatch um hátíðarhöld þar sem um þessar mundir eru 500 ár síðan að nafnið America var notað í fyrsta sinn um heimsálfuna sem ég dvel í. Ég sá mig tilneyddan til að svara greininni, og svarið birtist í Dispatch í dag.
As a citizen of Iceland I would like to point out to that if we wish to use a European name to describe your continent, the name should by Wineland, the name the Icelandic discoverer Leifr Eiriksson gave the continent when he came over 10 centuries ago.
The name implies both possibilities and bright future, hinting towards scriptural texts about the good land of wine and honey. Your tendency to name things after dead our dying males completely lacks this futuristic aspect.
Sumarbúðir í Trinity
Í skólanum mínum er hópur nemenda að taka námskeið í „Outdoor Ministry“ eða sumarbúðastarfi. Námskeiðið er þannig tilkomið að fjórir nemendur höfðu samband í sitt hvoru lagi við kennara á sviði uppeldis- og kennslufræða í skólanum og óskuðu eftir leskúrs um „Outdoor Ministry“, hún greip hugmyndina á lofti og úr varð þetta námskeið. Halda áfram að lesa: Sumarbúðir í Trinity