Í dag fékk ég að gjöf í skólanum 4 miða á leik í AAA-atvinnudeildinni í hafnabolta (Baseball), en Columbus Clippers er nafn atvinnuliðsins hér í Columbus. Miðarnir giltu bara í kvöld þannig að við ákváðum að skella okkur á leikinn og stoppa í c.a. tvo tíma, en leikurinn stendur eitthvað lengur. Við fórum því öll og stefndum á fjölskyldusvæðið í stúkunni. Þetta er einhver amerískasta upplifun sem ég hef um ævina átt, og hef þó búið hér í tæplega 1 og 1/2 ár. Halda áfram að lesa: Bandaríkin
Author: Halldór Guðmundsson
Þá er það frá
Fyrir þremur tímum sendi ég tölvupóst til kennarans míns í námskeiði um Trúarbrögð hjá Theological Consortium of Greater Columbus en námskeiðið er kennt í Guðfræðiskóla katólsku kirkjunnar hér í Mið-Ohio. Halda áfram að lesa: Þá er það frá
Ný tölva
Eftir að vera fartölvulaus í rúmlega þrjá mánuði, gafst ég upp. En ég hafði ákveðið að endurnýja ekki tölvuna mína fyrr en nýtt stýrikerfi kæmi frá Apple. Halda áfram að lesa: Ný tölva
Feðra- og dætraferð
Eins og fram hefur komið fyrr, hef ég og Anna tekið þátt í skemmtilegu feðginastarfi eftir áramót. Við höfum farið á diskótek, smíðað bíl úr við og keppt í kappakstri og nú um helgina fórum við á feðginahelgi í sumarbúðunum Otyokwa sem eru u.þ.b. 1 1/2 klst akstur frá Columbus. Þessi ferð var mikið ævintýri, dagskráin var byggð upp á gönguferðum, þrautum og föndri. Anna prófaði að klifra í klifurvegg, við skoðuðum magnaða hella, príluðum í klettabelti svo nokkuð sé nefnt. Halda áfram að lesa: Feðra- og dætraferð
Símasaga
Eins og Elli sagði frá í færslunni „Mikið í gangi“ þá týndi ég GSM símanum mínum um daginn. Í kjölfarið fórum við útí mikla endurskipulagingu á síma-, internet- og sjónvarpsmálum fjölskyldunnar eins og greint er frá í smáatriðum í áðurnefndri færslu. Við fengum t.d. bæði nýja GSM síma. Halda áfram að lesa: Símasaga
Ræða Forsetans
Páskahret
Undan farnar vikur hefur verið yndislegt veður hér í Columbus. Það hefur verið hlýtt og sólin hefur skinið glatt, á mánudaginn og þriðjudaginn var til dæmis milli 20 og 25 stiga hiti og heiðskýrt. Það var sem sagt komið vor og trén blómstuðu hvert í kapp við annað, litadýrðin alveg æðisleg. Við vorum auðvitað hætt að hita upp íbúðina, settum meira að segja loftkælinguna í gang í nokkur skipti og ég var að spá í að fara að setja vetrarúlpurnar niðrí kjallara.
Á miðvikudag kom hins vegar frost og snjókoma. Hitasveiflan á hálfum sólarhring var 30 Celsíus gráður. Og þessu vetrarveðri er spáð áfram næstu daga, svona eins og í tilefni Páskanna.
Anna fundar með forsetanum
Í dag fórum ég, Jenný og Anna Laufey á fyrirlestur í Ohio State, þar sem Ólafur Ragnar fjallaði um Ísland sem rannsóknarstofu fyrir rannsóknir á loftlagsbreytingum. En fyrirlesturinn tengdist á einhvern hátt fyrirhuguðu samstarfi háskólaumhverfisins á Íslandi við OSU, m.a. á sviði jarðvegsrasks. Anna Laufey spilaði í GameBoy tölvunni sinni í þriðju röð mesta hluta fyrirlestrarins, en Ólafur smekkfyllti fyrirlestrasalinn í Wexner Center for Arts. Halda áfram að lesa: Anna fundar með forsetanum
Stutt kynning
Anna Laufey fór á svið með öðrum í öðrum bekk og kynnti verkefni sitt um Pochahontas í þremur setningum á föstudaginn. Viðstaddir voru allir nemendur skólans, kennarar og foreldrar.
Forsetinn kemur í heimsókn
Ég vil benda á þessa frétt á mbl í dag. Þar segir meðal annars
Örnólfur Thorsson forsetaritari sagði að forsetinn myndi dvelja hjá Dorrit fram á sunnudag og halda síðan til Columbus í Ohio þar sem hann flytur fyrirlestur og síðan í Harvard-háskóla Massachusetts áður en haldið verður heim á leið á miðvikudaginn.
Já Forsetinn er að koma í heimsókn til okkar. Ég fékk í vikunni boðsbréf á fyrirlesturinn þar sem var tekið fram að ég mætti sitja fremstu eða næst fremstu röð, og mér var líka boðið í móttöku á eftir. Ég, Elli og Anna Laufey ætlum að sjálfsögðu að mæta enda ekki á hverjum degi sem við fáum bæði að hitta forsetann og að fá ókeypis snarl. (Fátækir námsmenn mæta alltaf í fríar snittur!).
Mér var svo líka boðið á klukkutíma umræðufund á mánudaginn með fulltrúum Landbúnaðar Háskólans á Hvanneyri og Skógræktarinnar auk merkra háskólamanna héðan (m.a. forseti framhaldsmenntunarsviðs í OSU og vara forseti rannsóknarsviðs OSU). Ég er ekki viss um að það verði veitingar en ég ætla nú samt að skella mér.
Mikið í gangi
Síðustu tveir dagar hafa verið miklir verslunardagar hjá fjölskyldunni. Eftir að „sumarið“ kom er mikil þörf á hjóli fyrir mig, þannig að öll fjölskyldan geti farið saman að hjóla. Eins tapaði Jenný gemsanum sínum síðustu helgi og því þurfti að festa kaup á nýjum síma og fá nýtt SIM-kort með símanúmerinu hennar. Þá höfum við síðustu vikur rætt nokkuð um nauðsyn þess að hafa heimasíma, hugsanlega segja upp kapaláskriftinni á sjónvarpinu og internetinu og fá í staðinn ADSL með símanum. Halda áfram að lesa: Mikið í gangi
Einkunnir komnar
Nú eru allar einkunnir komnar inn frá liðnu misseri, Jenný fékk A í öllu og ég P, þannig að þetta gengur með ágætum. Nú hef ég lokið 20 semester-einingum af þeim 56 sem ég þarf að klára til að útskrifast sem MALM. Ég er eins og stendur í 10 semester einingum, geri ráð fyrir að taka 4 í sumar og síðan rúmlega þær 22 sem upp á vantar næsta vetur, líklega nær 27. Hugsanlega held ég svo áfram ef vel gengur og tek viðbótarrannsóknarnám kallað STM.
Tómas óstöðvandi
1776Meðan Binni var hérna lærði Tómas Ingi töluvert af óæskilegri hegðun. Þannig náði hann að hrista hliðið sem átti að koma í veg fyrir að hann kæmist í stigann, þannig að það var stöðugt laust. Við tókum því hliðið niður, þannig að nú fer Tómas hvert sem hann vill, nema í kjallarann og eldhúsið. Þá lærði Tómas að klifra upp úr rúminu sínu, og eftir að hann skall einu sinni harkalega í gólfið eftir að hafa prílað yfir rimlana, færðum við rúmið milli veggjar og hjónarúmsins, þannig að nú dettur hann í rúmið okkar ótt og títt.
Hann er líka byrjaður að tjá sig mjög ákveðið á táknmáli, með bendingum og atferli. Þannig rétti hann mér hjólahjálminn sinn í dag, gekk að fatahenginu og benti ákveðið á flíspeysuna sína. Annars verður hann líklega kátur á morgun (mánudaginn) að komast aftur á leikskólann, eftir 10 letidaga heima hjá foreldrum sínum.
Himininn grætur
Nú er Pabbi búinn að vera hjá okkur í rúma viku og komið að brottfarardegi. Við Anna Laufey erum enn í vorfríi en Elli byrjaði í skólanum á þriðjudaginn. Þetta hefur verið alveg yndislegt frí, við höfum aðallega slappað af. Á Laugardaginn drifum við okkur út úr bænum og keyrðum til Cincinnati. Við fórum á sædýrasafnið í Newport (sem er hinumegin við Ohio ánna og er því í Kentucy) og sáum hákarla. Við fórum líka á safn um frelsisbaráttu þræla í Bandaríkjunum. Það var mikil upplifun og gott safn. Halda áfram að lesa: Himininn grætur
Vorið kom í dag
2640
Í dag hélt vorið innreið sína hingað til Columbus á mjög sýnilegan hátt, enda hófst vorfríið mitt í dag. Þannig var ríflega 20 stiga hiti á celsíus seinnipartinn, sól og blíða. Jenný missti reyndar af þessu þar sem hún var að ljúka við verkefni og þurfti að sitja yfir prófi kl. 17. Ég og krakkarnir vorum hins vegar úti að leika fram undir kl. 18:30.
Ég tók svolítið af myndum sem hægt er að skoða með því að smella á meðfylgjandi mynd.