Ég hef tekið við veikindunum í fjölskyldunni. Hef verið stífluð og ómöguleg síðan á fimmtudag, var verst í gær en þá var ég líka með 38 stiga hita. Þetta er ekki besti tíminn til að veikjast því prófa vikan byrjaði í dag. Ég var í erfiðu prófi í morgun sem fór betur en á horfðist. Halda áfram að lesa: Próf og meiri veikindi
Author: Halldór Guðmundsson
Hættulegt að sofa vitlausu megin
Elli og krakkarnir gáfu mér í afmælisgjöf Hringadróttinsögu og Hobbitann í uppfærslu BBC fyrir útvarp. Hringadróttinsaga er á 13 geisladiskun en Hobbitinn á 5. Ég var auðvitað yfir mig ánægð (enda hafði ég gefið sterkar vísbendingar um að mig langaði í þetta). Halda áfram að lesa: Hættulegt að sofa vitlausu megin
Sinaskeiðabólga
Ég fór á hjúkrunarfræðingavaktina í morgun í skólanum minum og niðurstaða vegna litla fingurs er komin. Ég er með bólgur í sinum í beinum við úlnlið og er kominn á öflugan steraskammt til að eyða bólgunni. Þetta þýðir að ég fæ aftur tilfinningu í litla putta. Ástæða þessa er líklega nýtt lyklaborð og annars konar vinnuaðstaða við tölvuna en áður.
Veikindi
Anna Laufey gekk í skólann í dag með Ramonu, mömmu Brice, og hinum krökkunum héðan úr Trinity Apartments. En vegna kvefs og hausverks ákvað ég að liggja heima og rembast við að klára lokaverkefni í Systematic Theology. Á leiðinni voru Ramona og Anna að ræða um hvort væri betra að labba eða keyra í skólann. Anna sagði að það væri betra að keyra, en samt væri stundum gaman að labba. Til dæmis fannst henni gaman að labba með pabba sínum síðasta þriðjudag, enda hefði hann veikst í kuldanum. Það fannst Önnu víst svolítið fyndið. En ekki mér. Halda áfram að lesa: Veikindi
Aftur í gang
Nú er lífið komið í samt lag hér í Bexleybæ. Næsta vika er síðasta vikan mín í skólanum á vetrarmisseri, ég er að taka lokapróf í Ministry of Worship sem ég þarf að skila á miðvikudaginn, búið er að dreifa lokaverkefninu í Systematic Theology I og loks er ég byrjaður á lokaverkefninu í Ministry of Educating. Þannig að vonandi verður rólegra hjá mér í lok næstu viku. Halda áfram að lesa: Aftur í gang
Ekki stuð
Ástandið á Eystra Aðalstræti er ekki gott í augnablikinu. Tómas hefur verið að leka niður í sólarhring (kallað blow out í leikskólanum) og borðaði lítið í gær, en drakk þeim mun meira, aðallega mjólk. Í nótt hætti hann að halda mjólkinni niðri og við erum að reyna að gefa honum eplasafa, sem er ekki að virka nógu vel. Halda áfram að lesa: Ekki stuð
Árás á félagslega stöðu Önnu
Ég gekk algjörlega fram af dóttur minni seinnipartinn í gær, en ég hafði skráð í dagbókina að afmælið hjá Abbie væri á föstudagskvöldi frá 5:30-9:00. Ég sá um að útvega gjöf og rétt eftir 5:30 stóðum við framan við húsið hennar Abbie á Bexley Park Rd. Halda áfram að lesa: Árás á félagslega stöðu Önnu
Allt lokað
Í dag er allt lokað í Columbus, það er enda -11 stiga frost, búið að snjóa og rigna til skiptis í nótt og ekkert hægt að ferðast. Hér í sýslunni okkar er level 2 – Snow emergency sem þýðir að íbúum er sagt að halda sig inni nema í neyð. Ástandið er þó ekki verst hjá okkur því nokkrar sýslur í mið-Ohio hafa lýst yfir level 3 ástandi sem þýðir að þær sem setjast í bílinn sinn og keyra af stað verða handteknir.
Við höfum þó enn rafmagn hér í Bexley og kapallinn virðist virka, svo nú er bara að vona og sjá.
Feðginadansiball
Anna Laufey var í „sleepover“ afmælispartíi hjá Addie og kom heim í morgun eftir skemmtilegt kvöld og glæsilegan morgunverð. Seinnipartinn fórum við svo á feðginakvöld hjá hóp sem ég kann svo sem ekki mikil skil á, en okkur var boðið á í gegnum Addie og Abbie, en pabbi Abbie er Chief, Miami-tribesins í klúbbnum. Halda áfram að lesa: Feðginadansiball
Ljósmyndir
Ég tók niður myndavélina mína af stofuskápnum áðan, til að taka nokkrar myndir af Tómasi hinum veika. Þegar ég kveikti á vélinni uppgötvaði ég mér til gleði og ánægju að jólamyndirnar höfðu ekki ratað úr myndavélinni og í tölvuna mína. Ég brást að sjálfsögðu við snarlega og setti myndirnar á vísan stað á harða diskinn og eintak hér á vefsvæðið.
Ekki rétti dagurinn til að sofa yfir sig!
Það munaði litlu að illa færi fyrir mér í morgun. Ég átti að sitja yfir sjúkraprófi í morgun kl 7:30. Vekjaraklukkan hringdi ekki svo ég vaknaði ekki fyrr en kl 6:45 – ekki rétti dagurinn til að sofa yfir sig! Halda áfram að lesa: Ekki rétti dagurinn til að sofa yfir sig!
Anna í skólann aftur
Í gær snjóaði hér í mið-Ohio af miklum krafti í kjölfar kuldakastsins, þannig er nú -15 gráðu frost og líklega um 20 cm jafnfallinn snjór yfir öllu. Það dugar þó ekki til að loka skólanum hennar Önnu þriðja daginn í röð, en Bexley skólarnir eru opnir í dag, ólíkt mörgum öðrum skólum á svæðinu. Halda áfram að lesa: Anna í skólann aftur
Ferðaplanið í sumar
Ég gekk í dag frá flugmiðum til Íslands í sumar fyrir mig, Jennýju og Tómas Inga. Jenný og Tómas koma til Íslands 10. júní (lenda að morgni 11.), dvelja í tæpa viku og fljúga heim 17. júní. Ég hins vegar kem til Íslands 30. júní (lendi að morgni 1. júlí), verð í Vatnaskógi 3.-9. júlí og flýg heim um miðjan dag 10. júlí. Flugmiðinn hennar Önnu Laufeyjar er ekki frágenginn, það gerist væntanlega á morgun. Hennar plan er að fljúga með mömmu sinni og Tómasi 10. júní til Íslands og heim til BNA 10. júlí með mér.
Áframhaldandi lömun
Það er nú ljóst að skólastarf víðast hvar í mið-Ohio fellur niður hjá grunnskólabörnum á morgun. Það er enda spáð -11 stiga frosti á celsíus á morgun og einhverri vindkælingu. Halda áfram að lesa: Áframhaldandi lömun
-18°C og allt lokað
Ég held ég hafi ekki upplifað annan eins kulda áður. Hitastigið var 0 gráður á Farenheit í morgun, eða -18°C. Ég var ágætlega klædd, í þykkri peysu undir úlpunni og með góða húfu og vetlinga. Ég gerði hins vegar þau mistök að vera bara í gallabuxum og ég hélt ég myndi varla hafa það að labba frá bílastæðinu og uppí skóla (tekur um 5 min). Halda áfram að lesa: -18°C og allt lokað