Ég er byrjuð í skólanum

Skólinn byrjar klukkan 8:35 en skólinn er búin klukkan 15:10. Krakkarnir í bekknum heita Max, Emma G., Joey E., Addy, Abbie, Andrew I., Andrew S., Parker, Peter, Jack, Kyle, Anna L. H., Rose, Joey G., Ashley, Emma O., Sabrina, Lindsay, Adison og síðan eru fjórir aðrir sem ég man ekki hvað heita. Kennarinn minn heitir Mrs. Stewart og við erum í stofu 2111. Skólastjórinn heitir Mrs. Heisel.
Fyrstu tvo dagana í skólanum fengum við ís. Við erum búin að fara í tónmennt (music) hjá mrs. Forsblom, leikfimi (gym) hjá Mrs. McCarthy, myndmennt (art) hjá Mrs. Ungar og á morgun förum við á bókasafnið. Í fyrsta bekk hét kennarinn minn mrs. Claydon. Vinkonur mínar í fjórða bekk eru hjá mrs. Taylor.
Ég las 104 mínútur í dag í heimalærdómi, en við eigum að lesa að minnsta kosti í 20 mínútur á hverjum degi eða 100 mínútur á viku, frá fimmtudegi til fimmtudags.
Í öðrum bekk er mjög gaman.

Komin til Baltimore

Jæja, þá erum við komin aftur til BNA. Flugið gekk nokkuð vel. Við lentum auðvitað í miklum röðum á flugvellinum. Fyrst var klukkutíma bið við innritun og svo var annar klukkutími í röð við vegabréfa eftirlit og öryggistékk áður en við fórum útí vél. Við fengum að hafa allan barnamatinn (mjólk, mauk og graut) en þurftum þó að sýna varninginn nokkrum sinnum. T.d. gleymdi ég að gefa upp mjólkurblöndu sem Tómas Ingi átti í dós og hún fannst við gegnumlýsingu. Halda áfram að lesa: Komin til Baltimore

Þrettándi í ferðalagi

Í dag var komið að næst síðasta degi ferðalagsins. Við reyndar vöknuðum óvenjusnemma eða kl. 6:30, þökk sé vondu frænkunni. Þannig var að frænkan sagði pabba mínum að það væri von á okkur á miðvikudagsmorgun til Íslands og pabbi hringi í tengdapabba og spurði hvort hann myndi sækja okkur út á völl. Halda áfram að lesa: Þrettándi í ferðalagi

Þreytt í Vatnaskógi (dagur 11)

2261

Í morgun yfirgáfum við hótelið okkar um kl. 11:30am og héldum áleiðis til Six flags skemmtigarðanna í Lakewood, New Jersey. Þetta var sjötta hótelið á ferðinni og komin nokkur þreyta í hópinn, enda mikil athöfn að ganga frá ferðarúmi, pakka í bílinn, blanda í pela og önnur verkefni sem fylgja morgnum á svona „road-trip“. Halda áfram að lesa: Þreytt í Vatnaskógi (dagur 11)