Author: Halldór Guðmundsson
Tónleikar 4. bekkjar
Vortónleikar Önnu
Fjölskyldan fór á samtónleika allra þriggja grunnskólanna í Bexleybæ í gær. Anna lék þar með strengjasveit 4. bekkjar og stóð sig með prýði.
Kaupa og fljúga og Speedracer
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=jYoryZxjp4s&w=425&h=350]
150cm
Rétt í þessu mældi ég Önnu og hún er orðin 150 cm.
Alvaran tekur við
Það má segja að í dag hafi verið merkilegur dagur fyrir sjálfstæðisbaráttu Önnu Laufeyjar, en hún fékk í fyrsta skipti að fara úr garðinum við húsið okkar til að leika sér við vin sinn. En fram til þessa hefur alltaf þurft að skipuleggja playdate og keyra hana til og frá.
Þar sem þessi breyting var fyrirsjáanleg ákváðum við auk þess að gefa Önnu farsíma, þannig að þrátt fyrir að hún færi út af svæðinu gætum við alltaf verið í sambandi við hana. Þessum breytingum á högum stúlkunnar var tekið af miklum fögnuði. Jennýju finnst hún hins vegar hafa elst um mörg ár.
Vorið komið til Ohio
Vorið er komið hér í Ohio með tilheyrandi sveiflukenndu hitastigi, rigningaskúrum og breytingum á gróðri. Það er kalt á morgnanna en hitnar svo yfir daginn og peysan (eða úlpan) sem þótti nauðsynleg um morguninn verður óþörf. Umhverfið tekur mikilum stakkaskiptum þegar trén fara að blómstra. Áður auðar greinar eru nú þaktar hvítum, bleikum og gulum blómum og á sumum eru rauð ber. Á hverju ári hef ég ætlað að mynda dýrðina en ekki verið nógu fljót til enda stendur þetta ekki í nema 3 eða 4 vikur og þá eru öll tré orðin iðagræn. En um helgina náði ég nokkrum myndum úr hverfinu. Fleiri myndir má finna hér.
Íslandsferð
Rétt í þessu gekk ég frá flugmiðum fyrir mig og börnin til Íslands í sumar. Við lendum seinnipartinn miðvikudaginn 29. júlí og verðum fram til 19. ágúst. Jenný stefnir á að koma að morgni 7. ágúst og verða fram til 19. en vegna flókinna fargjalda og enn flóknari bókunartilburða með Vildarpunktum, skattagreiðslum og eldsneytisálögum, þá tókst mér ekki að ganga frá farseðlunum hennar fyrir lokun hjá söluskrifstofu Flugleiða á Íslandi í dag.
Á ströndinni
Á leiðinni að kjósa á morgun stoppuðum við á ströndinni rétt utan við Toledo. Það var rok og 5 stig á celsíus.
Styttist í vorfrí
Nú þegar afmælum er lokið þá er næsta verkefni að undirbúa sig fyrir vorfrí. Líklegast verður samt minna um frí en nafnið gefur til kynna. Þannig er Jenný á fullu í rannsóknum og ég tek próf í vikunni eftir vorfrí.
Við hyggjumst samt taka okkur eitthvert frí, og skreppa í kosningaferðalag, en nálægustu kjörræðismenn eru í Louisville í Kentucky eða Detroit, Michigan. Það er ekki ósennilegt að ferðin verði einnig notuð til að koma við í IKEA til að kaupa rúmbotn fyrir kojuna hans Tómasar en fyrir nokkrum vikum veittum við því athygli að ein spýtan í botninum hans var í sundur.
Önnur verkefni í vorfríinu eru síðan þátttaka í Íslendingakvöldi Skandínavíufélagsins og tilraun til að fara á íshokkíleik hjá Columbus Blue Jackets, en fyrr í vetur fékk ég 8 ókeypis miða út í matvörubúð, þegar ég keypti pepsidósir. Fjórir af miðunum átta voru á leik 3. mars, en vegna veikinda fórum við ekki og stefnan er því að nýta seinni fjóra miðanna síðasta sunnudaginn í mars, sem jafnframt er einn síðasti leikdagurinn keppnistímabilsins.
Alvöru Ameríka
Fyrir 30 mínútum síðan fékk ég tölvupóst frá skólanum hennar Önnu Laufeyjar um að sérsveit lögreglunnar hefði umkringt hús á bakvið skólann og engum börnum væri hleypt út úr byggingunni af öryggisástæðum. Þar sem Anna átti að vera búin í skólanum fyrir 50 mínútum, þá taldi ég víst að hún hefði komist af stað heim áður en hamagangurinn byrjaði, en svo er víst ekki. Í bréfinu frá skólanum voru foreldrar beðnir um að koma EKKI á svæðið af öryggisástæðum. Þannig að ég hringdi í Tinu sem átti að sækja börnin í dag og henni var ekki mjög skemmt yfir ástandinu, enda var hún mætt í skólann þegar tilkynningin kom og var því læst inni ásamt Önnu og öllum öðrum nemendum skólans meðan að umsátursástand ríkir í næstu götu.
Samkeppnisumhverfi
Það tók ekki langan tíma fyrir Tómas að hætta á bleyju þegar hann ákvað það. Reyndar lenti hann í smá kúkavandræðum fyrstu tvo dagana, enda aldrei notast við klósett fyrir slíkt. Eins tók eina nótt að sannfæra hann um gildi þess að notast áfram við næturbleyju.
Það sem hefur gert verkefnið þægilegra og kallað á þessi hröðu umskipti hjá Tómasi er ekki síst að á daginn er hann í gífurlegu samkeppnisumhverfi. Þannig er að félagar hans tveir Vincent og Caden, ákváðu líka að hætta á bleyju og byrja að nota klósett. Þeir fara því saman á klósettið í leikskólanum, og bera saman af miklu kappi hver sé duglegastur og ekki síst hver er með flottustu myndina á nærbuxunum sínum.
Þessi samanburður og keppni um flottustu nærbuxur dagsins hefur þannig hjálpað gífurlega og þýtt í raun að Tómas hefur lagt sig allan fram í að ná stjórn á þessu öllu sjálfur án mikilla afskipta foreldra sinna.
Annað veður, heimsókn og bleyjustopp
Það er svo sem ekki margt að frétta héðan, nema að veðrið hefur breyst svo um munar, en í dag var líklega um 12-15 stiga hiti, logn og heiðskýrt. Við fengum góða heimsókn um helgina, en Jón Víðis eða Jonni, æskufélagi úr Laugarneshverfinu var á galdrakarlaráðstefnu hér í Columbus og kíkti við með Steina frænda sínum á sunnudagseftirmiðdag.
Tómas er hættur á bleyju að eigin sögn. Ákvörðun hans kemur fremur snöggt og án mikils undirbúnings af okkar hálfu og litlar æfingar af hálfu hans. En við sjáum hvernig það gengur á næstunni.
Stærð
Undanfarið hefur okkur virst hafa tognað verulega úr Önnu Laufeyju þannig að ég ákvað að mæla hversu há hún er. Hún reyndist vera 58 tommur eða rétt tæplega 147,5 cm.
Óveðri slotað
Veðrið hefur róast nokkuð, en samt eru fjölmargir skólar hér í mið-Ohio en lokaðir og enn er fólk án rafmagns í dreifbýli. Það á samt ekki við um okkur hér. Skólinn hennar Önnu er opin og það sama á við um Ohio State og Trinity. Halda áfram að lesa: Óveðri slotað