Author: Halldór Guðmundsson
Meistaragráða og jólatré
Það tvennt bar til tíðinda í dag að við skreyttum jólatré og ég útskrifaðist með meistaragráðu í tölfræði frá OSU. Halda áfram að lesa: Meistaragráða og jólatré
Anna mæld
Þegar Anna átti að fara í skólann í morgun var hún fremur slöpp, með hor og hósta svo ég ákvað að mæla barnið. Hún reyndist vera með 100,4 gráður á Fahrenheit eða 38 gráður á Celcíus og er því heima í dag. Mér skylst að takmarkið sé að horfa á allar Harry Potter myndirnar í einni lotu.
Ég hins vegar skrapp með Tómas í leikskólann og fór á Panera Bread til að lesa yfir handrit að ritgerð um samstarf mismunandi fagfólks í hjálparstéttum, sem ég þarf að skila á miðvikudaginn en ég tók námskeið í OSU um efnið nú í haust. Þegar ég kom heim var Anna með fremur mikil læti og hoppaði meðal annars á mig. Af þeim sökum ákvað ég að mæla hana aftur og nú reyndist hún vera 57 5/8 tommur eða 146,4 cm á hæð.
Ohio State malar Michigan 42-7
Við Elli fórum á OSU-Michigan leikinn í gær. Við keyrðum krakkana til Steina og Kristinar um 10 leytið og Tómas Ingi var yfir sig glaður að sjá Kristinu yngri. Halda áfram að lesa: Ohio State malar Michigan 42-7
Fiðlutónleikar
[google 6870800954913240408]
Tómas skrifar nafnið sitt
O-H-I-O
Frá leikskóla Tómasar.
Útskrift
Þegar ég útskriftaðist í vor ákvað Jenný að gefa mér iPhone farsíma í útskriftargjöf. En fyrir þá sem ekki þekkja til er iPhone millistig á milli fartölvu og farsíma, þar sem takmörkunin á notagildi felst í ímyndunaraflinu einu. Halda áfram að lesa: Útskrift
Leiðbeinandi í STM námi
Í dag fékk ég óformlegan tölvupóst um að skólinn minn hafi „valið“/samþykkt að Dr. Emlyn Ott verði leiðbeinandinn minn í rannsóknarverkefninu mínu. Dr. Ott er framkvæmdastjóri Healthy Congregations Inc. þar sem ég hef verið að vinna undanfarið ár auk þess að kenna kúrsinn Pastor as Leader, þar sem ég hef verið aðstoðarkennari. Þetta er í sjálfu sér ekki óvænt tíðindi en þýða hins vegar að ég get hafið skrif af krafti eftir áramót.
Vefbreytingar
Vegna vandræða með þjónustuaðilann sem hýsir fyrir mig m.a. hrafnar.net og skokassar.net (jól í skókassa), þá neyddist ég til að skipta um þjónustufyrirtæki nú í byrjun nóvember en gamla fyrirtækið var búið að tilkynna að hýsingin á skokassar.net væri að renna út, en buðu mér ekki upp á að endurnýja. Þetta þýðir að hrafnar.net verður næstu daga í einhverju lamasessi, enda er forgangsverkefni að koma jólum í skókassa í gang, en skiladagur er á laugardaginn.
DJ vígður
Í gær leigði ég bílaleigubíl og hélt sem leið lá til Toledo, en borgin er upp við fylkjamörk Michigan og rétt um 240 km frá Columbus. Þannig var að DJ Dent samnemandi og -starfsmaður hjá Healthy Congregations var að vígjast til prests, en hann mun þjóna í lútherskri kirkju í Arcadia. En Arcadia er 537 manna bær í Ohio hálfa leið milli Columbus og Toledo. Ég lagði af stað rétt fyrir 8 að morgni og var kominn til Toledo ríflega 10, en vígslan var kl. 11. Að vígslu lokinni var síðan boðið upp á hádegisverð fyrir kirkjugesti, sem fólst í djúpsteiktum kjúkling og kartöflumús. Síðan var auðvitað skúffukaka í eftirrétt með amerísku smjörkremi.
Ég ákvað að nota tækifærið og fara í smáferðalag um Norður Ohio eftir matinn og keyrði sem leið lá eftir Route 2 eftir Erie vatninu og til Sandusky, en ég hafði heyrt að miðbær Sandusky væri mjög skemmtilegur. Þegar þangað var komið áttaði ég mig samt fljótlega á að Sandusky er sumarbær, enda fullur af skemmtigörðum sem loka yfir veturinn. Ég fann samt kaffihús sem var mjög skemmtilegt í miðbænum og sat þar í 1 klst, las yfir ritgerðir nemenda í Pastor as Leader, sem ég er aðstoðarkennari í og skrifaði athugasemdir og ábendingar. Ég ákvað síðan að halda heim á leið og keyrði Route 250, sem liggur á ská í gegnum dreifbýlið í Norður Ohio, niður að I71 hraðbrautinni milli Cleveland og Columbus. Það var augljóst hver var vinsælasti forsetaframbjóðandinn á þessu svæði, heimahöfn Joe the Plumber, en meðfram Route 250 voru alstaðar John McCain skylti, og ég hugsaði þegar ég keyrði fram hjá hreysum sem litu út fyrir að vera lítið stærri en hjólhýsi með gömlum þreyttum pick-up bílum, hvers vegna í ósköpunum þetta fólk styddi frambjóðanda sem heldur á lofti mikilvægi þess að lækka skatta þeirra ríkustu í landinu og draga úr aðgengi þeirra lægra launuðu að heilbrigðisþjónustu. En að sjálfsögðu stoppaði ég ekki og spurði enda hefur Obama svo sem svarað spurningunni, með hinni alræmdu athugasemd um „byssur og trúarafstöðu“.
Alla vega, það var áhugavert að aka í gegnum þetta svæði sem er svo óhugnanlega ólíkt borginni sem við búum í, á allan hátt, þrátt fyrir að vera sama fylki.
E.s. Við höfum bætt við myndum, m.a. frá Hrekkjavöku.
Lasi grasi
Í gær meðan Jenný beið á flugvellinum í Colorado eftir flugvél heim til Columbus, skreið Tómas upp í stofusófann með teppi og ákvað að leggja sig. Ég virti óskir drengsins sem svaf í næstum 3 klst. Þegar hann rumskaði þá sá ég að ekki var allt með felldu enda lak hann niður á gólf og lá þar með vin sinn Brutus Buckeye í fanginu. Halda áfram að lesa: Lasi grasi
Verk á sýningu
Líkt og síðasta haust hefur myndlistarverk eftir Önnu Laufey verið valið til sýningar á samsýningu skólanna í Bexley sem opnar á morgun. Reyndar er dagskrá morgundagsins á þann veg að okkur er ómögulegt að komast á opnunina þar sem ég verð í tíma um kvöldið, börnin verða í pössun hjá Steina og Kristin og Jenný verður í flugvél á leið til Colorado. Planið er því að fara síðar í vikunni með Önnu, annað hvort fyrir eða eftir skóla.
Í öðrum fréttum er að í nótt var fyrsta næturfrostið í Columbus á þessum vetri.
Sigruðum
Í kvöld fór fram úrslitaleikurinn í knattspyrnudeild Bexleybæjar á milli Bexley Gold og Bexley White. En eins og lesendum er kunnugt spila ég með Gold-liðinu og hef gert undanfarin rúm tvö ár. Leikurinn var mun jafnari en flestir áttu von á en við höfðum mætt hvíta liðinu nokkrum sinnum áður í haust og töpuðum t.d. fyrir þeim mjög illa fyrir tveimur vikum.
Í kvöld var leikurinn mun jafnari og að loknum venjulegum leiktíma var staðan 0-0. Því var gripið til þess að framlengja leikinn í 2x5mín og notast við Golden Goal reglu þannig að liðið sem skoraði fyrst væri lýst sigurvegari. Ég byrjaði út af í framlengingunni en hún stóð í tæpar tvær mínútur. eða þar til Matt Lampke forseti bæjarstjórnar hér í Bexley, skorað glæsimark í skyndisókn fyrir liðið mitt. Ég átti reyndar að byrja inn á og Matt útaf, en við ákváðum að hann tæki fyrri vaktina sem borgaði sig að þessu sinni.
Ég er því stoltur Bexleybæjarmeistari í knattspyrnu haustið 2008.
Íslensk ýsa í kvöldmatinn
Það hefur verið nóg að gera þessa helgi. Anna Laufey tók sinn skammt af helgaríþróttum, keppti í fótbolta í gær og fór í annað sinn á sundnámskeiðið uppí OSU í dag. Ég fór í ræktina á meðan Anna Laufey fór í sund og nú er Elli í fótbolta. Þar að auki fóru Elli og Anna Laufey að horfa á OSU keppa við Purdue í Amerískum fótbolta í gær. Það mætti halda að við séum algerar íþróttafríkur, alveg heltekin af íþróttabölinu eins og amma myndi segja 😉 . Eftir svona helgi er gott að fá hollan mat og ég splæsti í íslenska ýsu til að hafa í matinn í kvöld. Þetta var lang dýrasti fiskurinn í fiskborðinu, rúmlega 12 dollarar á pundið sem reiknast um 2700 kr. á kílóið (!) miðað við gengið 100 kr á dollarann. En ég get þó allavega með góðri samvisku sagt að ég geri mitt til að styðja við Íslenska hagkerfið!