Ég fékk til baka síðasta verkefnið mitt í MALM náminu fyrir 50 mínútum. Einkunnin var að venju PASS. Þannig að nú er ekki eftir neinu að bíða nema útskriftinni á laugardaginn.
Category: 01 Fjölskyldan öll
Breyting á ferðaplani
Delta hefur felt niður flugið sem við bókuðum frá Columbus til Boston. Af þeim sökum hafa Flugleiðir breytt bókuninni okkar til Íslands og í stað þess að lenda í Keflavík kl. 23:40 (19:40 að Ohio-tíma) 9. júlí, munum við lenda kl. 6:30 (02:30 að Ohio-tíma) 10. júlí. Þetta þýðir einnig að við förum seinna frá Columbus, í stað þess að taka morgunflug til Boston, sem er ekki lengur til staðar, munum við fljúga frá Columbus um fjögurleitið 9. júli.
Skilaboð frá Tómasi
[google 8045135994511944047]
Verkefnaskil og námið mitt
Í dag kl. 13:10 sendi ég með tölvupósti lokaverkefnið í námskeiðinu Transformational Leadership, ritgerð upp á rúmlega 20 síður til kennarans míns í Methodist Theological School of Ohio. Ég fékk tölvupóst frá kennaranum mínum kl. 14:14, þar sem hún var búin að fara yfir verkefnið og tillkynnti mér að einkunnin mín fyrir kúrsinn væri B. Það liðu þannig 64 mínútur frá því að ég skilaði þar til kennarinn hafði lokið við að lesa það yfir, skrifa ábendingar og athugasemdir við ritgerðina og gefa mér einkunn fyrir kúrsinn.
Halda áfram að lesa: Verkefnaskil og námið mitt
Mæling
Tómas fór í dag í sprautu og læknisskoðun eftir að hafa séð Önnu í Town Meeting í Cassingham Elementary. Þar kom fram að drengurinn er orðinn 33lbs og 38″.
Myndir í maí
Nú eru komnar nokkrar maímyndir á vefinn.
Áframhaldandi nám
Í dag fékk ég staðfestingu á áframhaldandi námi við Trinity Lutheran Seminary. En næstu 1-2 árin mun ég vinna að námsgráðu sem heitir Master of Sacred Theology (S.T.M.), en um er að ræða framhaldsgráðu í guðfræði, eftir M.Div. eða hefðbundið meistaranám. Hægt er að nýta S.T.M. gráðuna sem hluta af Ph.D. námi við Lutheran School of Theology in Chicago, en það er þó ekki stefnan eins og er. Halda áfram að lesa: Áframhaldandi nám
Knattspyrna
Nokkrar myndir í viðbót frá deginum í dag eru í komnar í möppuna fyrir apríl.
Nokkrar myndir af krökkunum
Skórnir mínir
Íslandsferð í sumar
Ákvörðunin um að koma ekki til Íslands í sumar hefur nú verið endurskoðuð en rétt í þessu gekk ég frá kaupum á flugmiðum fyrir alla fjölskylduna til sumarleyfisparadísarinnar Íslands. Nú er ekki lengur flogið til Íslands frá Baltimore þannig að í stað þess að kaupa miðana til Íslands og miðana innanlands í BNA í sitt hvoru lagi, borgar sig nú að kaupa alla leið með Flugleiðum. Verðið fyrir Flugleiðafarið er reyndar ekki gefið, en flug innan BNA er fáránlega dýrt, sér í lagi á flugvellina sem Flugleiðir fljúga á. Á móti kemur að Flugleiðir fljúga í sumar tvisvar á dag til Boston, þannig að við þurfum ekki að fljúga með Tómas að næturlagi og gista þar sem við millilendum. En flugáætlun sumarsins er þannig að við fljúgum öll saman til Íslands frá Columbus í gegnum Boston og lendum í Keflavík kl. 23:40 (19:40 að Ohio-tíma) 9. júlí. Jenný heldur svo til baka kl. 10:30 þann 16. júlí og lendir í Columbus kl. 21:13 sama dag. Anna Laufey fer í Ölver 17.-23. júlí, vonandi næ ég að kíkja til Akureyrar með börnunum síðustu vikuna í júlí, ég og börnin förum svo á Sæludaga í Vatnaskógi 1.-4. ágúst og fljúgum til baka til Ohio 6. ágúst kl. 10:30 og lendum í Columbus 21:13 sama dag.
Skórnir mínir
Eftir að Jenný og Tómas héldu til Íslands í desember fór ég og keypti mér tvö skópör á útsölu í Dick’s Sporting Goods. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað að Jenný er sannfærð um að annað skóparið sé alveg ótrúlega ljót og algjörlega óásættanlegt að ég gangi um í því. Ég bendi á móti á að skórnir hafi verið á útsölu og séu einstaklega þægilegir og ég hef auk þess bent Jennýju á að það sé ekki eins og fólk taki eftir í hvernig skóm ég er. Alla vega er ég ekki vanur því að fólk komi til mín og ræði um klæðaburð minn og hvað þá skófatnað.
Þetta gæti þó verið að breytast, þannig sá fyrir nokkrum dögum einn prófessor í skólanum mínum ástæðu til að hrósa skónum mínum sem Jennýju finnst svona ljótir, og einn nemandi í skólanum hefur nokkrum sinnum nefnt skóna mína og hversu „grand“ þeir eru.
Þessi skóaðdáun samferðafólks míns náði þó líklegast hámarki í kvöld, þegar að einn kvöldstarfsmaður Kroger-matvöruverslunarinnar, eldri maður sem er alltaf á vakt við sjálfsafgreiðslukassana og ég hef aldrei heyrt segja annað en „signature“ og „whats wrong“ í þau tvö ár sem ég hef skroppið í búðina á kvöldin, sá ástæðu til að ræða við mig um skóna mína og spyrja hvort ég hefði keypt þá til að vera viss um að týnast ekki í snjóstormi.
Skólinn byrjar
Nú er skólinn minn byrjaður aftur eftir vorfrí. Nú taka við síðustu tveir mánuðir MALM-námsins, sem ættu að vera fremur þægilegir enda er ég aðeins í tveimur námskeiðum, annars vegar Care of Souls og hins vegar Transformational Leadership í MTSO (Methodist Theological School of Ohio). Ég mæti tvisvar í viku í Care of Souls (mán og mið 8:30-9:45) og einu sinni í viku upp í MTSO (mið 14-16:50). Halda áfram að lesa: Skólinn byrjar
Tómas, Elli og Anna
Leikið á Páskadag
[google 8259569368495783650]
[google -663413737725779711]