Nýtt rúm

Ég og Tómas Ingi fórum í gær í IKEA leiðangur til að kaupa rúm í stað rimlarúmsins sem kappinn braut. IKEA hefur að vísu ekki enn opnað í Ohio, þannig að við feðgar héldum sem leið lá til Pittsburg í Pennsylvaníu en skv. MapQuest tekur það 2 klst og 59 mínútur að keyra í IKEA. Við fórum af stað um hádegi og ég treysti á að Tómas myndi taka lúrinn sinn sem hann gerði. Ég stöðvaði einu sinni til að taka bensín og einu sinni til að laga Tómas til í stólnum og náði í IKEA á 3 klst sléttum, enda fylgdi ég umferðarhraða og var meira og minna með Cruise Control á 67-68 mílum nema í Vestur Virginía þar sem má keyra á 70 mílna hraða, þar fór ég ögn hraðar.

Tómas tók verkefnið alvarlega þegar við komum í IKEA og prófaði öll barnarúmin í Barna-IKEA öðrum viðskiptavinum til mikillar skemmtunar. Annars fórum við og fengum okkur kaffitíma á IKEA veitingastaðnum þegar við komum og þegar við vorum að fara komum við aftur við á veitingastaðnum og fengum okkur kvöldmat. Við yfirgáfum IKEA með nýtt KURA-rúm, eggstól, trélest, pönnur, herðatré, bleik Trofast box, hnífasegul, kryddhillu, Ballerinu-kex og sitthvað fleira eftir rúma 4 klst og keyrðum sem leið lá í gegnum Vestur-Virginíu og til Columbus. Þar sem það var komið myrkur fór ég aðeins hægar yfir og við vorum komnir heim eftir þrjár klukkustundir og 10 mínútur, þar af hafði Tómas sofið rúmlega tvo tíma.

Ég og Anna settum síðan rúmið hans Tómasar saman í morgun og óhætt að segja að hann sé komin með nýtt herbergi. Enda er rúmið nýja miklu mun stærra og meira um sig en rimlarúmið.

Svo því sé haldið til haga. Ég mældi eyðsluna á bílnum í ferðinni og hún reyndist vera 28,5 mílur á gallon eða 8,25 lítrar á 100 km.

Ekki aðeins minnugur …

Tómas hefur ekki einvörðungu gott minni heldur er stefnufastur, ákveðinn og hefur ágæta stjórn á hreyfingum. Þannig tók hann sig til í kvöld þegar hann átti að fara að sofa og tók niður eina hlið á rimlarúminu sínu. Þetta gerði hann á mjög yfirvegaðan hátt, án þess að brjóta upp úr einni einustu spýtu og við áttuðum okkur ekki á því hvað var á seyði fyrr en hann kallaði á okkur til að sjá handbragðið. Ég efast samt um að við höfum getu til að setja rúmið saman rétt aftur, þannig að Tómas fór að sofa í kvöld í rúmi sem er ekki full samansett.

Ég á von á að við nýtum tækifærið og kaupum nýtt rúm næstu daga, fyrst Tómas vill losna við rimlarúmið.

Íslandsferð og Dabba frænka

Um Íslandsför:
Við áttum æðislega daga á Íslandi. Þegar Elli og Anna Laufey komu fluttum við í kjallarann hjá Guðrúnu Laufeyju og vorum þar í góðu yfirlæti það sem eftir lifði ferðar. Tómas Ingi og Benni urðu góðir vinir og Tómas Ingi segir nú reglulega að Benni sé að fljúga til okkar („Benni húga, Benni húga“). Við nutum þess að hitta fjölskyldu og vini og við erum þakklát hvað við eigum marga góða að á Íslandi. Halda áfram að lesa: Íslandsferð og Dabba frænka

Tvö á Íslandi, tvö í BNA

Við Tómas Ingi komum til Íslands á fimmtudagsmorgun. Ferðin gekk vel, Tómas Ingi var rosalega duglegur og góður alla leiðina. Hann lék sér með bílana sína á Baltimore-flugvelli og svaf svo alla leiðina í flugvélinni til Íslands. Hann var í bílstólnum sínum í flugvélasætinu sem mér fannst mikill munur. Ókosturinn var þó að bílstóllinn er þungur og það var erfitt að dröslast með hann á flugvöllunum. Við lentum svo í hávaðaroki í Keflavík en lendingin gekk bara vel. Við vorum heppin að vera ekki degi seinna á ferðinni því þá var ekkert flogið vegna óveðurs. Halda áfram að lesa: Tvö á Íslandi, tvö í BNA

Ísland í morgunútvarpinu

Þegar við Tómas Ingi vorum á leiðinni í skólann í gærmorgun og Tómas var búinn að hlusta á „Bambalela“-lagið (hress sálmur frá Suður-Afríku sem er óaðskiljanlegur hluti af morgun rútínunni) þá stillti ég útvarpið í bílnum á npr útvarpstöðina hér í Columbus. Þulurinn var í miðri sögu og sagði eitthvað um jökul og heita hveri. Þá vaknaði auðvitað áhuginn hjá mér og viti menn þetta var innslag frá Íslandi. Mikið var nú notalegt að fá sögu að heiman og heyra ensku talaða með almennilegum íslenskum hreim. Það mátti meira að segja heyra íslensku í bakgrunninum. Innslagið er um fólk sem á hverju ári mælir hreyfingar Hofsjökuls og má lesa og heira á vefsíðu npr.

Prófavika framundan

Nú fer önninni hjá mér alveg að ljúka. Ég sit nú í tölvuveri Tölfræðideildarinnar og bíð eftir að galdraforritið Merlin skili af sér niðurstöðum. Ég er að keyra stikalausa tengigreiningu (non-parametric Linkage Analysis) á litning númer 4 og yfir 140 ættartré með nokkrum skjúklingum. Forritið er nú ekki eins mikið galdraforrit og nafnið gefur til kynna því þetta tekur alveg óratíma (nema að verið sé að vísa í taugaveiklaða Merlin í Shrek 3?). Halda áfram að lesa: Prófavika framundan

Leikdagur

 Ég og Jenný ákváðum að fá fólk til að passa 2-3 laugardaga í haust og gefa þeim í staðinn miða á fótboltaleik (svipað rugby) með OSU, en liðið er nú talið það besta í háskólafótboltanum í BNA. Þrátt fyrir að leikvöllurinn taki ríflega 100.000 áhorfendur er alltaf uppselt og mjög erfitt að fá miða fyrir aðra en velríkt fólk og stúdenta í OSU. Um síðustu helgi kom Nick og passaði og til stóð að hann fengi miða dagsins í dag, Michigan State – OSU. Nick þurfti hins vegar að fara suður á bóginn um helgina til að vera við einhvern fjölskylduviðburð og neyddist til að afþakka miðana. Pabbi einnar stelpunnar í Önnu vinahóp bauðst til að kaupa miðana á yfirverði ef við værum í vandræðum og líklega hefðum við þannig getað greitt fyrir alla miða haustsins. Við ákváðum að nota tækifærið og verðlauna Önnu Laufeyju fyrir frábæran árangur síðustu vikna og bjóða henni að fara með mömmu sinni á völlinn. Fyrir 45 mínútum héldu þær mæðgur af stað, en áður þær keyrðu burt náði ég mynd.

3304

Þegar þetta er skrifað er rúmlega 1 klst í leik og væntanlega eru þær mæðgur komnar á háskólasvæðið og eru að brjóta sér leið að vellinum. Ég hins vegar bíð eftir að leikurinn hefjist hér á ABC.

Fleiri nýjar myndir

Stúdentaráð

Frægðarljómi Önnu Laufeyjar heldur áfram að skína. Hún var að koma heim rétt í þessu og sagði mér að hún hefði í dag verið kosin í „Student Council“ eða stúdentaráð í Cassingham Elementary. En einn fulltrúi frá hverjum bekk er í ráðinu.

Blómagarður Önnu

Árlega eru valin listaverk nokkurra nemenda í Bexleybæ til sýningar í Bexley High School á Bexley City School’s All District Art Show. Sýningin er opin almenningi frá 22. október til 20. nóvember. Í gær kom bréf í pósti frá Bexley City School District til The Halldorsdottir Family. Þar stendur m.a.:

This exhibit is a celebration of children and their art! It is truly an honor that your child has been selected as one of those outstanding student artists representing their school in this event.

Þá kemur fram í bréfinu að verkið Blómagarður (e. A Flower Garden) eftir Önnu Laufeyju hafi verið valið og okkur boðið að vera við opnun sýningarinnar miðvikudaginn 24. október. Ég hef reyndar lengi vitað að Anna hefði meiri listhæfileika en ég, enda hefur hún hlotið viðurkenningu fyrir listsköpun á Íslandi, en það er samt alltaf gaman að fá svona bréf frá skólanum.

Myndavél

3293 Jenný hefur nokkrum sinnum nefnt að það væri gaman að eiga litla myndavél sem væri fljótlegt og auðvelt að grípa í. En myndavélin mín er ekki sú handhægasta. Þar sem Jenný var í QII prófum og þurfti verðlaun fyrir og amazon.com var með útsölu á rafmagnstækjum greip ég tækifærið í síðustu viku og pantaði litla og netta vél. Þar sem ég hef verið mjög hrifinn af Panasonic vélinni minni með Leica-linsunni, ákvað ég að kaupa aftur Panasonic, nema í þetta sinn mun minni græju sem passar vel í vasa eða veski og er litlu stærri en gsm sími. Myndavélin er með Leica-linsu eins og fyrri vélin og virðist ætla að standa undir væntingum, en hún kom í hús í dag. Jenný prófaði vélina með því að mynda mig og Tómas.