Tómas Ingi er núna í fríi úr leikskólanum og verð ég heima með krakkana fram til ágústloka. Reyndar á ég eftir að ljúka við eina ritgerð og tvær greinargerðir, auk þess sem ég hef verið að vinna hjá Healthy Congregations í þessari viku, en vonandi verð ég komin í algjört frí frá skólanum eftir helgi. Halda áfram að lesa: Talnagrind
Category: 01 Fjölskyldan öll
Vísindasafns hjólaferð
Fremur en að sitja og ljúka við ritgerð um forgangsröðun í heilbrigðiskerfi með hliðsjón af hugmyndum kristinna siðfræðinga og með útgangspunkti í hvernig greiðslu fyrir þjónustuna er háttað, ritgerð sem ég átti að skila fyrir rúmri viku, þá ákvað ég að fara í hjólreiðaferð með Önnu Laufeyju í dag. Halda áfram að lesa: Vísindasafns hjólaferð
Ísland, Vatnaskógur, Washington, Six Flags America
Eftir rétt um 2 klst seinkun á fluginu frá Baltimore lentum við Anna um kl. 01:00 eftir miðnætti hér í Columbus í gærkvöldi. Við vorum snögg í gegnum flugstöðina og um borð í leigubíl sem keyrði okkur heim. Jenný tók á móti okkur kl. 1:30 við útidyrnar. Þar með lauk skemmtilegu ferðalagi okkar feðgina, þar sem komið var víða við. Halda áfram að lesa: Ísland, Vatnaskógur, Washington, Six Flags America
Vá!
Í dag eru 11 ár síðan ég giftist honum Ella mínum. Í tilefni dagsins fór ég með Tómas Inga í Dyragarðinn hér í Columbus. Elli og Anna Laufey eru hinsvegar í Vatnaskógi. Ég hringdi í skötuhjúin í kvöld og þegar ég sagði Önnu Laufeyju að foreldrar hennar eru búin að vera gift í 11 ár hrópaði hún: Vaá!
Til hamingju með daginn Elli minn!
Ps. Þó við hjónakornin séum ekki saman á brúðkaupsafmælinu þá mundum við bæði eftir deginum í þetta sinn – framför! 🙂
Mála heiminn fyrir ömmu
Ég er að skoða nýja möguleika á vefsíðunni okkar, m.a. notkun á google video sem má sjá í færslunni fyrir neðan og síðan líka tónlistarfærslur. Hægt er að hlusta á tónlist með því að smella hér á örina (e. play-button).
[audio:mala_heiminn.mp3]Tómas les
[google 5936939992161785193]
Ævintýri Ella í Ameríku
Á föstudagshádegi lagði ég af stað í ævintýraför um Ameríku, þar sem lokahluti ferðarinnar er að sækja Jennýju og Tómas Inga á flugvöllinn í Baltimore. Upphaflega hafði ég ákveðið að fara á laugardagsmorgni, en þegar ég uppgötvaði að fyrsti áfangastaðurinn á ferðaplaninu var í tveggja tíma fjarlægð í suðvestur, meðan Baltimore er í háaustur ákvað ég að gefa mér betri tíma. Halda áfram að lesa: Ævintýri Ella í Ameríku
Einkunnir allra komnar í hús
Nú hafa einkunnir allra á heimilinu komið í hús. Að venju fékk Jenný A í öllum sínum kúrsum. Ég fékk P(ass) í mínum kúrsum og loks komu í pósti einkunnir úr samræmdum prófum fyrir börn í 2. bekk sem Anna tók í mars. Halda áfram að lesa: Einkunnir allra komnar í hús
Nýjar myndir
3032Ég hef sett inn nokkrar nýjar myndir frá síðustu vikum. Þar ber hæst myndir af Önnu í tennis á laugardaginn var og örfáar myndir við Hersey’s súkkulaðiverksmiðjuna.
Komin til Íslands
Þá erum við komin á ástkæra ylhýra landið. Flugferðin gekk ágætlega. Tómas Ingi sofnaði áður en flugvélin komst á loft en vaknaði klukkutíma seinna og tók æðiskast, barðist um og reif af mér gleraugun. Ég fór með hann afturí vél og hann róaðist á endanum og sofnaði aftur. Þetta stóð yfir einmitt þegar verið var að deila út matnum og það endaði með því að ég fékk mér ekkert að borða. Halda áfram að lesa: Komin til Íslands
Farin
Ég skutlaði Önnu, Jennýju og Tómasi til Baltimore í gær með viðkomu á Hersey’s Chocolate World. Þetta var rúmlega átta tíma akstur en við keyrðum fjóra tíma á laugardagseftirmiðdag, gistum í hótelbænum Breezewood aðfararnótt sunnudags, fórum þaðan til Hersey og loks til Baltimore. Halda áfram að lesa: Farin
Allar einkunnir komnar
Nú eru allar einkunnirnir mínar komnar og ljóst að ég hef lokið 44,5 einingum á þessum vetri og námið mitt rúmlega hálfnað.
Síðasti skóladagurinn
Síðasti dagur Önnu Laufeyjar í öðrum bekk var í dag. Anna var mætt í skólann kl. 8:30 eins og venjulega. Eftir frímínútur kl 10:30 fóru allir í öðrum bekk ásamt nokkrum foreldrum gangandi í Drexel Theater til að sjá Five Children and IT. Halda áfram að lesa: Síðasti skóladagurinn
Lífæragjafir
Það er e.t.v. rétt að nefna hér að þegar ég og Jenný fluttum til Danmerkur fengum við í hendur lífæragjafakort til að fylla út og hafa í veskinu, þar sem við merktum við hvort og þá hvaða lífæri við værum til í að gefa. Þegar svo við fluttum til BNA, þá vorum við látin svara spurningum um lífæragjafir þegar við tókum bílpróf og á ökuskírteinum okkar hér eru upplýsingar um hvaða lífæri við erum til í að gefa. Ég man ekki eftir að hafa séð svona á Íslandi.
Heilsa og veður
Hér eru núna allir komnir í takt en veikindin í upphafi vikunnar stóðu nákvæmlega í sólarhring hjá öllum. Ég er að reyna að komast í takt við verkefnin sem ég ætlaði að sinna þegar skóla lyki, en það gengur fremur hægt. Annars er komin óþreyja í Jennýju og Önnu að komast til Íslands, en þær fljúga með Tómasi á sunnudaginn eftir rúma viku. Það er merkilegt hvað þær eru spenntar fyrir að komast úr 30 stiga hitanum hér (fer í 32 gráður í dag) og í kuldann á Íslandi.