Einkunnir komnar

Nú eru allar einkunnir komnar inn frá liðnu misseri, Jenný fékk A í öllu og ég P, þannig að þetta gengur með ágætum. Nú hef ég lokið 20 semester-einingum af þeim 56 sem ég þarf að klára til að útskrifast sem MALM. Ég er eins og stendur í 10 semester einingum, geri ráð fyrir að taka 4 í sumar og síðan rúmlega þær 22 sem upp á vantar næsta vetur, líklega nær 27. Hugsanlega held ég svo áfram ef vel gengur og tek viðbótarrannsóknarnám kallað STM.

Tómas óstöðvandi

1776Meðan Binni var hérna lærði Tómas Ingi töluvert af óæskilegri hegðun. Þannig náði hann að hrista hliðið sem átti að koma í veg fyrir að hann kæmist í stigann, þannig að það var stöðugt laust. Við tókum því hliðið niður, þannig að nú fer Tómas hvert sem hann vill, nema í kjallarann og eldhúsið. Þá lærði Tómas að klifra upp úr rúminu sínu, og eftir að hann skall einu sinni harkalega í gólfið eftir að hafa prílað yfir rimlana, færðum við rúmið milli veggjar og hjónarúmsins, þannig að nú dettur hann í rúmið okkar ótt og títt.
Hann er líka byrjaður að tjá sig mjög ákveðið á táknmáli, með bendingum og atferli. Þannig rétti hann mér hjólahjálminn sinn í dag, gekk að fatahenginu og benti ákveðið á flíspeysuna sína. Annars verður hann líklega kátur á morgun (mánudaginn) að komast aftur á leikskólann, eftir 10 letidaga heima hjá foreldrum sínum.

Nokkrar myndir af hjólaferðum fjölskyldunnar.

Himininn grætur

2711

Nú er Pabbi búinn að vera hjá okkur í rúma viku og komið að brottfarardegi. Við Anna Laufey erum enn í vorfríi en Elli byrjaði í skólanum á þriðjudaginn. Þetta hefur verið alveg yndislegt frí, við höfum aðallega slappað af. Á Laugardaginn drifum við okkur út úr bænum og keyrðum til Cincinnati. Við fórum á sædýrasafnið í Newport (sem er hinumegin við Ohio ánna og er því í Kentucy) og sáum hákarla. Við fórum líka á safn um frelsisbaráttu þræla í Bandaríkjunum. Það var mikil upplifun og gott safn. Halda áfram að lesa: Himininn grætur

Vorið kom í dag

2640

Í dag hélt vorið innreið sína hingað til Columbus á mjög sýnilegan hátt, enda hófst vorfríið mitt í dag. Þannig var ríflega 20 stiga hiti á celsíus seinnipartinn, sól og blíða. Jenný missti reyndar af þessu þar sem hún var að ljúka við verkefni og þurfti að sitja yfir prófi kl. 17. Ég og krakkarnir vorum hins vegar úti að leika fram undir kl. 18:30.
Ég tók svolítið af myndum sem hægt er að skoða með því að smella á meðfylgjandi mynd.

Sinaskeiðabólga

Ég fór á hjúkrunarfræðingavaktina í morgun í skólanum minum og niðurstaða vegna litla fingurs er komin. Ég er með bólgur í sinum í beinum við úlnlið og er kominn á öflugan steraskammt til að eyða bólgunni. Þetta þýðir að ég fæ aftur tilfinningu í litla putta. Ástæða þessa er líklega nýtt lyklaborð og annars konar vinnuaðstaða við tölvuna en áður.

Veikindi

Anna Laufey gekk í skólann í dag með Ramonu, mömmu Brice, og hinum krökkunum héðan úr Trinity Apartments. En vegna kvefs og hausverks ákvað ég að liggja heima og rembast við að klára lokaverkefni í Systematic Theology. Á leiðinni voru Ramona og Anna að ræða um hvort væri betra að labba eða keyra í skólann. Anna sagði að það væri betra að keyra, en samt væri stundum gaman að labba. Til dæmis fannst henni gaman að labba með pabba sínum síðasta þriðjudag, enda hefði hann veikst í kuldanum. Það fannst Önnu víst svolítið fyndið. En ekki mér. Halda áfram að lesa: Veikindi

Aftur í gang

Nú er lífið komið í samt lag hér í Bexleybæ. Næsta vika er síðasta vikan mín í skólanum á vetrarmisseri, ég er að taka lokapróf í Ministry of Worship sem ég þarf að skila á miðvikudaginn, búið er að dreifa lokaverkefninu í Systematic Theology I og loks er ég byrjaður á lokaverkefninu í Ministry of Educating. Þannig að vonandi verður rólegra hjá mér í lok næstu viku. Halda áfram að lesa: Aftur í gang

Allt lokað

Í dag er allt lokað í Columbus, það er enda -11 stiga frost, búið að snjóa og rigna til skiptis í nótt og ekkert hægt að ferðast. Hér í sýslunni okkar er level 2 – Snow emergency sem þýðir að íbúum er sagt að halda sig inni nema í neyð. Ástandið er þó ekki verst hjá okkur því nokkrar sýslur í mið-Ohio hafa lýst yfir level 3 ástandi sem þýðir að þær sem setjast í bílinn sinn og keyra af stað verða handteknir.
Við höfum þó enn rafmagn hér í Bexley og kapallinn virðist virka, svo nú er bara að vona og sjá.

Ljósmyndir

Ég tók niður myndavélina mína af stofuskápnum áðan, til að taka nokkrar myndir af Tómasi hinum veika. Þegar ég kveikti á vélinni uppgötvaði ég mér til gleði og ánægju að jólamyndirnar höfðu ekki ratað úr myndavélinni og í tölvuna mína. Ég brást að sjálfsögðu við snarlega og setti myndirnar á vísan stað á harða diskinn og eintak hér á vefsvæðið.