Ég og krakkarnir skruppum í gær í dýragarðinn eftir hádegi, enda opinber frídagur hér í BNA. Það verður að segja að sjaldan höfum við séð jafnmargt fólk í dýragarðinum og í gær. Það var þó ekki nóg til að hressa dýrin við, en bæði ljónin og tígrisdýrin lágu makindaleg í sólinni allan tímann sem við dvöldumst í garðinum og virtust ekki hafa mikinn áhuga á að ganga um. Halda áfram að lesa: Dýragarður á Labor day og mikið framundan
Category: 01 Fjölskyldan öll
Myndsamskipti
Ný útgáfa AIM Triton býður upp á frábær myndsamskipti (video-chat) á milli Macintosh og PC. En AIM fyrir PC og iChat fyrir Mac virka saman. Notendanafnið mitt á AIM er halldorelias (at) mac.com og notendanafn Jennýjar er jennybrynjars.
Eplakaka
Stórtíðindi héðan frá Aðalstræti í Kólumbus: Kitchen Aid hrærivélin var notuð í fyrsta sinn. Ég keypti þessa vél í vorfríinu í mars og hafði auðvitað stórar hugmyndir um notagildi. Svo byrjaði önnur önn og hrærivélin fékk að dúsa í óopnuðum kassanum. Halda áfram að lesa: Eplakaka
Á leikvellinum
Ég og Tómas kíktum út á áðan og lékum okkur á leikvellinum hérna úti. Ég tók nokkur myndskeið af drengnum m.a. þetta hér:
Anna bloggar
Sjálfstæðisbarátta Önnu Laufeyjar er mikil þessa dagana og hún hefur tekið upp eigið blogg, hrafnar.net/anna. Þegar færslur birtast þar mun ég láta vita hér. En fyrsta færslan er komin.
Ég er byrjuð í skólanum
Skólinn byrjar klukkan 8:35 en skólinn er búin klukkan 15:10. Krakkarnir í bekknum heita Max, Emma G., Joey E., Addy, Abbie, Andrew I., Andrew S., Parker, Peter, Jack, Kyle, Anna L. H., Rose, Joey G., Ashley, Emma O., Sabrina, Lindsay, Adison og síðan eru fjórir aðrir sem ég man ekki hvað heita. Kennarinn minn heitir Mrs. Stewart og við erum í stofu 2111. Skólastjórinn heitir Mrs. Heisel.
Fyrstu tvo dagana í skólanum fengum við ís. Við erum búin að fara í tónmennt (music) hjá mrs. Forsblom, leikfimi (gym) hjá Mrs. McCarthy, myndmennt (art) hjá Mrs. Ungar og á morgun förum við á bókasafnið. Í fyrsta bekk hét kennarinn minn mrs. Claydon. Vinkonur mínar í fjórða bekk eru hjá mrs. Taylor.
Ég las 104 mínútur í dag í heimalærdómi, en við eigum að lesa að minnsta kosti í 20 mínútur á hverjum degi eða 100 mínútur á viku, frá fimmtudegi til fimmtudags.
Í öðrum bekk er mjög gaman.
Myndir frá Íslandsferð og fleiru
2353Nú hef ég sett inn myndir frá ferð fjölskyldunnar til Íslands í sumar. Þarna má sjá myndir úr sumarbústaðaferð saumó, nokkrar fínar af Katrínu Heklu og Kristrúnu Lilju ásamt hinu og þessu sem varð á leið og okkar. Myndirnar mínar úr 6. flokki í Vatnaskógi eru hins vegar einvörðungu á KFUM og KFUK vefnum og unglingaflokksmyndirnar eru á Flickr.
Vefsíðan mín / my webpage
Þetta er vefsíðan mín. Hér get ég safnað saman upplýsingum um skemmtilegar heimasíður.
This is my webpage. Here I will collect informations about interesting webpages.
Tómas gengur
Það tók Tómas ekki margar klukkustundir að byrja að ganga hér í BNA. En núna í kvöld fór hann að ganga á milli húsgagna og fólks af varfærni. Ég og Anna náðum nokkrum myndskeiðum og létum tölvuna hennar Jennýjar klippa þau saman fyrir okkur.
Komin heim
Nú erum við loksins komin heim eftir nærri tveggja mánaða ferðalag með viðkomu í Lakewood í New Jersey og Vatnaskógi í Svínadal svo tveir ólíkir viðkomustaðir séu nefndir. Halda áfram að lesa: Komin heim
Komin til Baltimore
Jæja, þá erum við komin aftur til BNA. Flugið gekk nokkuð vel. Við lentum auðvitað í miklum röðum á flugvellinum. Fyrst var klukkutíma bið við innritun og svo var annar klukkutími í röð við vegabréfa eftirlit og öryggistékk áður en við fórum útí vél. Við fengum að hafa allan barnamatinn (mjólk, mauk og graut) en þurftum þó að sýna varninginn nokkrum sinnum. T.d. gleymdi ég að gefa upp mjólkurblöndu sem Tómas Ingi átti í dós og hún fannst við gegnumlýsingu. Halda áfram að lesa: Komin til Baltimore
Tómas á leikskóla
Við fengum í dag tölvupóst frá Ohio State University Child Care Center þess efnis að Tómas Ingi Halldórsson hefði fengið inni frá og með 11. september 2006.
Nú er helsta áhyggjuefni varðandi haustið frá, og ljóst að drengurinn verður á leikskóla næsta vetur.
Styttist í brottför
Nú höfum við dvalið á Íslandi í tæpan mánuð og nú styttist í annan enda dvalarinnar. Við höfum hitt marga á þessum tíma og ekkert nema gott um það að segja. Einnig gaf ég mér tíma til að vinna í Vatnaskógi (sjá myndir) og fer aftur í Lindarrjóður á morgun í tæpan hálfan mánuð með stuttu hléi. Halda áfram að lesa: Styttist í brottför
Til Islands (dagur 14 og fram á 14 1/2)
Við vöknuðum á miðvikudagsmorgun um kl. 8:00 og héldum áfram þar sem fra var horfið i pökkun. Við settum svo töskurnar í geymslu, pöntuðum skutlu af hótelinu kl. 17:30 og bókuðum okkur út rétt upp úr kl. 11:00. Halda áfram að lesa: Til Islands (dagur 14 og fram á 14 1/2)
Þrettándi í ferðalagi
Í dag var komið að næst síðasta degi ferðalagsins. Við reyndar vöknuðum óvenjusnemma eða kl. 6:30, þökk sé vondu frænkunni. Þannig var að frænkan sagði pabba mínum að það væri von á okkur á miðvikudagsmorgun til Íslands og pabbi hringi í tengdapabba og spurði hvort hann myndi sækja okkur út á völl. Halda áfram að lesa: Þrettándi í ferðalagi