Þreytt í Vatnaskógi (dagur 11)

2261

Í morgun yfirgáfum við hótelið okkar um kl. 11:30am og héldum áleiðis til Six flags skemmtigarðanna í Lakewood, New Jersey. Þetta var sjötta hótelið á ferðinni og komin nokkur þreyta í hópinn, enda mikil athöfn að ganga frá ferðarúmi, pakka í bílinn, blanda í pela og önnur verkefni sem fylgja morgnum á svona „road-trip“. Halda áfram að lesa: Þreytt í Vatnaskógi (dagur 11)

New York borg í rigningu (10. dagur)

2248

Norwalk, CT – South Brunswick, NJ

Við vorum ekkert að flýta okkur af hótelinu í morgun, enda þreytt eftir alla keyrsluna í gær. Elli kláraði að þvo og við nutum þess að borða góðan morgunmat í notalegum sal. Við rétt náðum að komast út fyrir tilskildan brottfarartíma, 12 á hádegi. Það var hellirigning en þó rúmlega 20 gráður. Halda áfram að lesa: New York borg í rigningu (10. dagur)

Pílagrímar og kjarnorkukafbátur (dagur 9)

2233

Hyannis, MA – Norwalk CT

Við settum met í brottfararhraða í morgun, vorum komin af stað frá mótelinu á Þorskahöfða kl. 9:45. Það leit út fyrir að það yrði rigning en það rættist úr og varð reyndar mjög heitt þegar leið á daginn. Við keyrðum burt af höfðanum og aðeins til baka í norður til Plymouth bæjar. Halda áfram að lesa: Pílagrímar og kjarnorkukafbátur (dagur 9)

Krakkasafnið (dagur fimm)

2159

Boston, Ma

Í dag var farið í skoðunarferð um Boston með Old Town Trolley. Við hófum ferðina framan við hótelið eftir að hafa fengið frábæran morgunverð hér á Radisson. Fyrsta stopp reyndist vera Krakkasafnið við Tehöfnina og við hoppuðum af. Þar sáum við leiksýningu um Arthur sem hugðist byggja sér trjákofa og skoðuðum c.a. einn þriðja eða jafnvel bara einn fjórða af safninu á þeim tveimur klukkustundum sem við vorum þar inni. Halda áfram að lesa: Krakkasafnið (dagur fimm)

Annar dagur (16. júní)

2026

Niagara Falls, Ontario, Canada – Seneca Falls, New York, USA

Niagara Falls er mikill túrista staður. Hótel á hótel ofan, veitingastaðir, búðir, skemmtigarðar, draugahús o.s.frv. Hér er hægt að finna sér eitthvað dundurs í langan tíma, en einn dagur nægir þó til að skoða fossana. Við byrjuðum daginn á fínum morgunverði hjá Tim Hortons. Anna Laufey og Elli skelltu sér síðan í sundlaugina á hótelinu en við Tómas Ingi settumst inn á Starbucks. Því næst fórum í siglinu upp að fossunum með Maid of the Myst. Halda áfram að lesa: Annar dagur (16. júní)

Ferðadagbók – Fyrsti dagur (15. júní)

2003

Bexley, Ohio, USA – Niagara Falls, Ontario, Canada

Já þá er ferðalagið mikla hafið. Við lögðum af stað frá Bexley kl 10:30 í morgun. Fyrir lá að keyra um 370 mílur (um 590 km) til Niagara Falls. Fyrsta stop var í Mansfield Ohio. Anna Laufey valdi veitingastaðinn: Burger King. Við ákváðum að sneiða framhjá Cleveland í þetta sinn en fannst þó nauðsynlegt að kíkja aðeins á Lake Erie enda þá kominn tími til að rétta úr sér. Eftir snilldar leiðsögn Ella keyrðum við í gegnum bæinn Geneva og inn í Geneva State Park og fundum litla sæta strönd. Halda áfram að lesa: Ferðadagbók – Fyrsti dagur (15. júní)

Disney-væðing barnaherbergjanna

1999Önnu Laufeyju hefur lengi langað til að eiga prinsessu herbergi. Þegar við fluttum í Stóragerðið á sínum tíma skreyttum við herbergið hennar með Bangsimon borða, en það var nú frekar eftir óskum móðurinnar en hennar sjálfrar. Ekki leið á löngu þar til Anna Laufey lýsti því yfir að hún vildi Barbie herbergi eða Prinsessu herbergi. Og eftir að við komum til Ameríku hafa Disney prinsessurnar verið í miklu uppáhaldi. Halda áfram að lesa: Disney-væðing barnaherbergjanna

Ohio Ökuskírteini

Ég dreif mig loks í að taka bílprófið, mitt í ferðaundirbúningi fjölskyldunnar.  Ég fékk 100% skor á skriflega prófinu og engar athugasemdir í verklega prófinu! Og nú er ég stoltur eigandi Ohio ökuskírteinis.