Ég og Anna Laufey hjóluðum sem leið lá eftir Broad Street og á Vísindasafnið hér í Columbus (COSI). Við ætluðum upphaflega að fara í Franklin Conservatory og skoða fiðrildasýningu sem Anna hafði farið á með skólanum, en þar er lokað á mánudögum.
Þar sem við sáum glitta í húsin í miðbænum, ákvað ég að bjóða upp á hjólatúr á vísindasafnið til að skoða nýju STAR WARS sýninguna sem var opnuð 3. júní. Halda áfram að lesa: Hjólað á Vísindasafnið
Category: 01 Fjölskyldan öll
Styttist í ferðalag
Nú styttist í ferðalag hjá okkur. En við hyggjumst leggja af stað sem leið liggur til Buffalo, NY á fimmtudaginn. Þar munum við fara yfir landamærin til Kanada, skoða Niagara fossana og gista eina nótt á Brock Plaza Hotel, rétt við fossana. Halda áfram að lesa: Styttist í ferðalag
Út að hjóla
Ég og Anna skruppum í hjólatúr eftir kvöldmatinn um kl. 18:30. Við hjóluðum sem leið lá eftir Bexley Park í átt að Gould. Ég hafði svo hugsað mér að við myndum hjóla aðra götu til baka. Halda áfram að lesa: Út að hjóla
Búin í prófum
Jibbi jei! Prófin búin og TA skyldum lokið. Gekk bara vel í prófinu í dag. Er alveg úrvinda, sit bara með Carlsberg í hönd og horfi á Mr. Big og Carrie í fyrstu Sex and the City seríunni. Sex and the city er sýnt á hverjum kvöldi hér, eins og Friends og fleiri góðar seríur. Halda áfram að lesa: Búin í prófum
Kengúruplakat
1841
Nú er kengúruverkefninu lokið hjá Önnu Laufeyju. Meðal þess sem kom í ljós er að kengúruungar heita Joey og eru 2 cm við fæðingu. Einnig vakti það athygli Önnu að kengúrur geta ekki gengið aftur á bak.
Fleira mætti nefna merkilegt, en meðfylgjandi er mynd af plakatinu.
Próf í gangi
Þá er fyrsta og erfiðasta prófið á þessari önn búið. Ég var sem sagt í prófi í fræðilegri tölfræði í morgun. Prófið innihélt slatta af ákvörðunarfræðum og smá Bayes, en aðallega öflugustu tilgátu próf og öryggisbil. Mér gekk bara nokkuð vel, sem er léttir þar sem ég hef ekki fengið háar einkunnir fyrir skyndipróf og heimadæmi í vetur. Halda áfram að lesa: Próf í gangi
Kengúrurannsóknir
1822
Ég, Anna og Tómas fórum á laugardaginn á stað til kengúrurannsókna í tengslum við lokaverkefni Önnu Laufeyjar í Mrs. Claydon’s class. Á leiðinni var stoppað í Tuttle Crossing Mall og borðað á TGI Friday’s. Ég tók nokkrar myndir af Tómasi þar sem hann var að hlusta á brandara hjá Önnu.
Hægt er að skoða myndirnar úr ferðinni með því að smella á myndina sem fylgir færslunni.
Lokaverkefni
Í næstu viku er síðasta vikan í skólunum hjá Jennýju og Önnu Laufeyju. Jenný er í prófum á mánudag kl. 7:30 og miðvikudag seinnipartinn. Síðan á hún að skila lokaverkefni í umhverfistölfræði á þriðjudaginn. En hún er ekki ein um að eiga að skila lokaverkefni í umhverfisfræðum á þriðjudaginn. Halda áfram að lesa: Lokaverkefni
The Tooth Fairy
Þegar ég hugðist svæfa Önnu Laufeyju í gær,sýndi hún mér undir koddann sinn, þar var ekkert. Hún leit á mig og sagði að þetta hefði verið svona í tvo daga, lyfti upp lítilli tönn og sagði mér að ef ekkert gerðist í nótt myndi hún hætta að trúa á The Tooth Fairy hér í BNA. Ég svo sem skyldi hana vel, trú er ekki mikils virði ef hún stenst ekki væntingar. Ég ræddi við hana um hvort ég ætti að reyna að tilkynna heimilisfangaskipti til Tooth Fairy skrifstofunnar en hún gaf ekki mikið út á það, en ítrekaði að ef ekki yrði peningur í stað tannar á morgun ætlaði hún að hætta að trúa á hin margumrædda Tooth Fairy.
Ég vaknaði síðan í morgun við orðin one dollar, I have one dollar.
Sagan er einnig birt á Annál Ella.
Viðgerð
Bíllinn okkar fór í dag í heimsókn til Ricart og var þar tekinn og grandskoðaður, enda komið að 60.000 mílna markinu. Skipt var um tímareim og fleiri reimar sem ég kann ekki að nefna. Halda áfram að lesa: Viðgerð
Minningardags-helgi
Nú er þriggja daga helgi hér í Ameríku. Mánudagurinn er frídagur, „Memorial Day“ en þá minnast Bandaríkjamenn falinna hermanna. Þessi helgi er mikil ferðalaga helgi, en nú er því spáð að fólk fari styttra en venjulega sökum hás bensínverðs. (Hér kostar gallonið um 2.70 dollara sem samsvarar um 50 kr á lítrann.) Halda áfram að lesa: Minningardags-helgi
Brids kvöld
Mér og Önnu Laufeyju var boðið í mat og brids í gærkvöldi hjá Shannon og fjölskyldu hennar. Shannon er þriðja árs tölfræði nemi (fyrrum stærðfræðinemi) og kennir sama kúrs og ég. Á mánudagskvöldið var, hittist allur kennarahópurinn til að fara yfir nokkur hundruð miðannarpróf. Á slíkum yfirferðar-kvöldum splæsir deildin á okkur pizzum og mikið er spjallað. Halda áfram að lesa: Brids kvöld
Fylgst með kosningasjónvarpi
Nú sitjum við fjölskyldan og horfum á kosningasjónvarp RÚV í næstum beinni útsendingu. Reyndar er myndin frosinn á Birni Inga núna, en hljóðið virkar fínt.
Mengað kranavatn
Það var í fréttum í gærkvöldi að eitthvert efni í kranavatninu í vesturhluta Columbus væri yfir viðmiðunarmörkum og börnum undir 6 mánaða væri ráðlagt að drekka aðeins flöskuvatn. Halda áfram að lesa: Mengað kranavatn
Ökuskírteini
Ég fékk langtímaökuskírteini hjá BMV hér í Ohio í dag. Ég var mættur í verklega hluta ökuprófsins um kl. 8:00 í morgun og það var pínu kómískt að mæta þangað akandi. Halda áfram að lesa: Ökuskírteini